Trúnaðarmenn og starfsmenn í fæðingarolofi

Hverjir njóta verndar gegn uppsögnum?

Trúnaðarmenn

Atvinnurekanda er óheimilt að segja trúnaðarmanni upp vinnu vegna starfa hans sem trúnaðarmanns eða láta hann á nokkurn annan hátt gjalda þess að stéttarfélag hefur falið honum að gegna trúnaðarmannsstörfum fyrir sig. Þurfi atvinnurekandi að fækka við sig starfsfólki þá skal trúnaðarmaður sitja fyrir um að halda vinnunni.

Starfsmenn í fæðingar- og foreldraorlofi

Meðan á fæðingarorlofi og foreldraorlofi stendur nýtur starfsmaður tiltekinnar verndar gegn uppsögn. Óheimilt er að segja honum upp störfum nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni. Sömu verndar nýtur starfsmaður sem hefur tilkynnt um fyrirhugaða töku fæðingarorlofs eða foreldraorlofs sem og þunguð kona eða kona sem hefur nýlega alið barn.