Chat with us, powered by LiveChat

Áminning í starfi hjá hinu opinbera

Samkvæmt 43. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins hefur forstöðumaður stofnunar rétt til að segja starfsmanni upp störfum eftir því sem fyrir er mælt í ráðningarsamningi. Það skiptir máli hvaða ástæður liggja að baki uppsagnar ráðningarsamnings og er þá greint á milli ástæðna sem varða starfsmanninn sjálfan annars vegar og annarra ástæðna hins vegar. Ástæður sem varða starfsmanninn sjálfan geta t.d. verið að hann hafi brotið starfsskyldur sínar eða ekki náð fullnægjandi árangri í starfi. Þá ber að veita starfsmanni andmælarétt og gefa honum áminningu. 

Sérstakar málsmeðferðarreglur gilda um andmælarétt og áminningu og er félagsmönnum bent á að hafa samband við sitt stéttarfélag   

Áður en endanleg ákvörðun er tekin og starfsmanni veitt áminning er skylt að gefa honum kost á að tala máli sínu nema það sé ekki unnt. Til þess að starfsmaður fái notið andmælaréttar síns þarf að tilkynna honum um fyrirhugaða áminningu og greina frá tilefni hennar og ástæðu.

"Skylt er að veita starfsmanni áminningu skv. 21. gr. og gefa honum færi á að bæta ráð sitt áður en honum er sagt upp störfum ef uppsögn á rætur að rekja til ástæðna sem þar eru greindar."

Að liðnum þeim andmælafresti sem starfsmanni var gefinn og eftir atvikum að fram komnum andmælum hans, er tekin endanlega ákvörðun um það hvort áminning verður veitt.

Ekki er atvinnurekanda skylt að áminna starfsmann hafi hann brotið gróflega ábyrgðar- og trúnaðarskyldur sínar og skal þá víkja honum fyrirvaralaust úr starfi: 

  • Annars vegar á þetta við ef starfsmaður hefur verið sviptur með fullnaðardómi rétti til að gegna starfi sínu, sbr. 1. mgr. 45. gr. laga umréttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
  • Hins vegar á þetta við ef starfsmaður játar að hafa gerst sekur um refsiverða háttsemi sem ætla má að hefði í för með sér sviptingu réttinda skv. 68. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 2. mgr. 45 gr. stml. 

Sambærilegar reglur gilda um áminningarskyldu sem nauðsynlegan undanfara lögmætrar uppsagnar samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaganna. 

Ákvæði um áminningar, rökstuðning og andmælarétt