Kynnisferðir

Leiðbeiningar vegna faglega skipulagðra heimsókna eða kynnisferða

Starfsmenntunarsjóður BHM styrkir sjóðsfélaga vegna faglega skipulagðra heimsókna eða kynnisferða enda sé ætlunin að auka við þekkingu viðkomandi á málaflokkum sem snerta beint hans fag- og/eða starfssvið. 

Kynnisferð innanlands

Skipulögð dagskrá kynnisferða þarf að lágmarki að standa yfir í 6 klukkustundir. Dagskráin má dreifast á einn eða fleiri daga.

Kynnisferð erlendis

Skipulögð dagskrá kynnisferða þarf að lágmarki að standa yfir í 8 klukkustundir dreifast á a.m.k.  tvo eða fleiri daga.

Dagskrá og staðfesting þátttöku

Hver umsækjandi er ábyrgur fyrir því að skila inn umsókn vegna kynnisferða í gegnum Mínar síður BHM. Með umsóknum þarf að fylgja dagskrá vegna faglegs hluta ferðarinnar sem tiltekur þá staði sem heimsóttir eru, hvert efni kynningar er á hverjum stað og tímasetningar. Einnig þarf að fylgja undirritað bréf yfirmanns eða umsjónarmanns ferðarinnar. Í bréfinu skal ferðinni lýst og tilgangur hennar útskýrður. Endanlegur og staðfestur nafnalisti þarf að vera hluti af fyrrgreindu bréfi. 

Úrvinnsla umsókna

Umsóknir eru metnar af starfsmönnum sjóðsins. Vafamál eru lögð fyrir stjórn hans. Umsækjanda er tilkynnt um styrkhæfi ferðar með tölvupósti. Í sama pósti er umsækjanda bent á hvaða viðbótargögnum þarf að skila ef einhverjum.

Fylgigögn

Sjóðurinn greiðir ekki vegna kostnaðar nema hann hafi sannanlega lagst á félagsmanninn. Ekki er greitt út á greiðslukvittanir sem eru í nafni annarra t.d. vinnuveitanda. Ef greiðslukvittanir eru í nafni annars en sjóðsfélaga gerir Starfsmenntunarsjóður kröfu um staðfestingu á endurgreiðslu. Athugið að ekki er tekið við svokölluðum e-miðum (e. electronic ticket) vegna flugkostnaðar hjá Icelandair. Gögn þurfa að vera tiltæk á Mínum síðum í síðasta lagi 20. þess mánaðar sem greiðsla á að eiga sér stað. 

Öllum fylgigögnum er skilað rafrænt í gegnum Mínar síður BHM.

Greiðsla styrkja

Styrkir vegna kynnisferða eru greiddir þegar tilskilin fylgigögn hafa borist. Styrkir úr Starfsmenntunarsjóði eru að jafnaði greiddir 2-3 sinnum í mánuði. Síðasti skiladagur gagna er 20. dagur hvers mánaðar.