Chat with us, powered by LiveChat

Starfsþróun

Skilgreiningar og ítarefni um starfsþróun og starfsmannasamtöl

Stafræna hæfnihjólið

Mikil umbylting hefur átt sér stað í notkun stafrænnar tækni. Með stafrænni hæfni felst m.a. að geta nýtt sér þá tækni sem er til staðar hverju sinni í námi, starfi og einkalífi. Á vef VR er sjálfsmatspróf til að kortleggja stafræna hæfni. Stafræna hæfnihjólið var búið til af Center for digital dannelse og er fjármagnað af DIGCOMP, rannsóknarverkefni hjá Evrópusambandinu, sem sett var á fót í kjölfar þess að Evrópuþingið útnefndi stafræna hæfni sem eitt af átta kjarnahæfnisviðum símenntunar. Þýðing og kostun vefsins á Íslandi er fjármögnuð af VR.

HaefnihjolidStarfsmennt hefur unnið námsefni með 16 námsþáttum sem styður við hæfniþætti Stafræna hæfnihjólsins með það að markmiði að styrkja mannauð og auka atvinnu- og samkeppnishæfni hvers og eins. Eru námskeiðin opin öllum endurgjaldslaust.

Starfsþróunaráætlun

Starfsþróun er ferli til að þróa færni starfsmanns m.t.t. þarfa starfsmannsins og stofnunarinnar/fyrirtækisins sem hann starfar hjá. Mikilvægt er að greina þarfir stofnunar/fyrirtækis, deildar og starfsmanns með starfslýsingu að leiðarljósi. Síðan eru hæfnisþættir starfsmanns metnir og þurfa færnistigin að vera mælanleg en ekki huglæg. Hæfnisþætti er hægt að flokka eftir þörfum stofnunar. Að lokum er gerð starfsþróunaráætlun en hún þarf að byggja á starfslýsingu og starfsmannasamtali. 

Starfsmannasamtal

Starfsmannasamtal er reglulegt samtal á milli stjórnanda og starfsmanns. Þar er fjallað um allt sem skiptir máli sem snertir starfið og starfsumhverfi. Markmið samtalsins eru umbætur og m.a. þarfagreining á þjálfun og fræðslu fyrir starfsmanninn.

Ítarefni

Starfsmannasamtal

Starfsþróunaráætlun


Hægt er að leita að ítarefni á Skemmunni, rafrænu gagnasafni Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst, Háskólans í Reykjavík, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Listaháskóla Íslands. Þar er einkum að finna lokaverkefni nemenda en einnig rannsóknarrit kennara og fræðimanna.