Umsóknarferli
Styrkir til einstaklinga, stéttarfélaga og stofnana vegna starfsþróunar.
Einstaklingar
Umsóknum í Starfsþróunarsetur háskólamanna er skilað rafrænt á Mínum síðum.
Verkefni sem falla að starfsþróunaráætlun
Ber að skila staðfestingu yfirmanns í rafrænu viðhengi með umsókn ef verkefni er hluti af starfsþróunaráætlun viðkomandi.
Fylgigögn og greiðsla styrkja
Fylgigögn eru hengd við umsóknir með rafrænum hætti. Styrkir eru greiddir að jafnaði einu sinni í viku, á fimmtudegi. Upphæðir styrkja miðast við framlagða reikninga. Einungis eru veittir styrkir vegna reikninga sem eru í nafni umsækjanda. Skilafrestur reikninga er tólf mánuðir frá lokum náms/ráðstefnu.
Meðferð umsókna
Starfsmenn setursins afgreiða umsóknir samkvæmt úthlutunarreglum. Allir umsækjendur fá svarpóst þar sem fram kemur hvort umsóknin hefur verið samþykkt eða ekki og hvaða gögnum þurfi að skila til þess að unnt sé að greiða styrkinn út. Sætti umsækjandi sig ekki við ákvörðun starfsmanna setursins á hann ávallt rétt á að vísa máli sínu til stjórnar Starfsþróunarseturs. Verkefni sem vafi leikur á að falli að reglum setursins eru lögð fyrir stjórn Starfsþróunarseturs.
Aðildarfélög BHM
Umsóknum í Starfsþróunarsetur háskólamanna er skilað rafrænt á Mínum síðum.
Fylgigögn
Fylgigögn eru hengd við umsóknir með rafrænum hætti.
Meðferð umsókna og greiðsla styrkja
Stjórn ákvarðar hvaða fjármagni er veitt í styrki til aðildarfélaga hverju sinni. Greitt er að jafnaði 11. og 25. hvers mánaðar. Síðasti skiladagur er fimm virkum dögum fyrir greiðsludag.
Stjórn Starfsþróunarseturs háskólamanna áskilur sér rétt, skv. vaxtalögum nr. 25/1987, til að krefjast endurgreiðslu með vöxtum á styrk sem hefur verið varið til annarra verkefna en þeirra sem hann upphaflega var veittur til og ef verkefni hefur ekki verið hrundið í framkvæmd innan 12 mánaða frá úthlutun.
Stofnanir, BHM og starfsmannaskrifstofa fjármála- og efnahagsráðuneytisins
Sótt er um styrk til Starfsþróunarseturs í gegnum þar til gert eyðublað. Allar umsóknir skulu sendar á netfangið sjodir@bhm.is. Þegar upphæðir styrkja eru undir 2 mkr. þá er 50% upphæðar greidd strax út og 50% í lok verkefnis. Ef verkefni tekur lengri tíma en 18 mánuði þá er greiðslum skipt í þrjá jafna hluta (33%) – við upphaf, eftir stöðufund og við lok verkefnis. Sama gildir ef verkefni fer yfir 2 mkr. Að verkefni loknu eru reikningar sendir rafrænt ásamt uppgjörseyðublaði.
Meðferð umsókna og greiðsla styrkja
Stjórn ákvarðar hvaða fjármagni er veitt í styrki hverju sinni. Greitt er að jafnaði 11. og 25. hvers mánaðar. Síðasti skiladagur er fimm virkum dögum fyrir greiðsludag.
Stjórn Starfsþróunarseturs háskólamanna áskilur sér rétt, skv. vaxtalögum nr. 25/1987, til að krefjast endurgreiðslu með vöxtum á styrk sem hefur verið varið til annarra verkefna en þeirra sem hann upphaflega var veittur til og ef verkefni hefur ekki verið hrundið í framkvæmd innan 12 mánaða frá úthlutun.