Um Styrktarsjóð BHM
Fyrir félagsmenn hjá ríki og sveitarfélögum
Hlutverk Styrktarsjóðs BHM er að styrkja sjóðsfélaga og koma til móts við tekjutap vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu sökum veikinda og slysa, styðja við endurhæfingu og forvarnir af ýmsum toga og koma til móts við útgjöld vegna andláts sjóðsfélaga.
Starfsmenn þjónustuvers BHM veita upplýsingar og aðstoð vegna umsókna um styrki úr Styrktarsjóði BHM. Þjónustuverið er staðsett á 3. hæð í Borgartúni 6, Reykjavík. Þjónustan er veitt í gegnum vefspjall, tölvupóst, í síma eða á staðnum. Þjónustuverið er opið mánudaga til fimmtudaga milli kl. 9:00 og 16:00 og föstudaga milli kl. 09:00 og 13:00.
Sími:
Netfang: sjodir@bhm.is
Umsóknum ásamt fylgigögnum er skilað inn rafrænt á Mínum síðum.
Reglur sjóðsins
Stjórn sjóðsins
Nafn | Stéttarfélag | |
---|---|---|
Anna Lilja Magnúsdóttir | Þroskaþjálfafélag Íslands | formaður |
Sveinn Tjörvi Viðarsson | Stéttarfélag lögfræðinga | varaformaður |
Kristín Arnórsdóttir | Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins | meðstjórnandi |
Runólfur Vigfússon | Félag íslenskra náttúrufræðinga | ritari |
Baldur Freyr Ólafsson | Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga | gjaldkeri |