Umsóknarferli

Umsóknum er skilað rafrænt á Mínum síðum.

Umsóknir eru öllu jöfnu afgreiddar einu sinni í viku, yfirleitt hvern fimmtudag. Greiðsla sjúkradagpeninga fer að jafnaði fram 25. dag hvers mánaðar. Umsóknir skulu berast innan 12 mánaða frá því að til útgjalda var stofnað eða tekjutap varð. Sótt er um styrki rafrænt á Mínum siðum

Staðgreiðsla er tekin af öllum styrkjum nema líkamsrækt, meðferð á líkama og sál og útfararstyrk. Frádrátt frá þeim styrkjum skal færa á framtal undir liðnum 2.6, „Frádráttur“ númer 149.

Fylgigögn

Fylgigögnum skal skilað inn með rafrænum hætti í gegnum Mínar síður BHM. Með umsóknum þarf að skila sundurliðuðum greiddum reikningi með nafni umsækjanda og  með áritun/stimpli/merki þess sem gefur hann út (með upplýsingum um nafn, starfsheiti, kennitölu og heimilisfang eða símanúmer).  Fjöldi skipta og dagsetningar meðferða eða kaupa á vöru eða þjónustu skal koma fram á reikningnum. 

Dæmi um löglegan reikning

Fylgigögn vegna fæðingarstyrks

  • Nýjasti launaseðill fyrir fæðingardag barns (með réttu starfshlutfalli

  • Fæðingarvottorð.

Fylgigögn vegna sjúkradagpeninga

  • Sjúkradagpeningavottorð frá lækni.
  • Síðasti launaseðill (sem sýnir fram á rétt ráðningarsamband).
  • Staðfesting vinnuveitenda um fullnýtingu á veikindarétti.
  • Yfirlit yfir aðrar greiðslur til sjóðsfélaga sem teljast ígildi launa.
  • Tilkynning um óvinnufærni á tveggja mánaða fresti.