Chat with us, powered by LiveChat

Umsóknarferli

Umsóknum er skilað rafrænt á Mínum síðum.

Umsóknir eru afgreiddar að jafnaði vikulega, yfirleitt hvern fimmtudag. Skila þarf gögnum í síðasta lagi degi fyrir greiðsludag. Réttur til greiðslna úr sjóðnum fyrnist sé ekki sótt um þær innan 12 mánaða, sbr. gr. 3.e. í úthlutunarreglum Styrktarsjóðs BHM, frá því að til útgjalda var stofnað eða tekjutap varð. Þó fyrnist réttur til greiðslna úr sjóðnum að liðnum 3 mánuðum frá því síðast var greitt iðgjald til sjóðsins.
Greiðsla sjúkradagpeninga fer að jafnaði fram 20.-25. dag hvers mánaðar. Sjúkradagpeningar eru að hámarki greiddir í þrjá almanaksmánuði afturvirkt miðað við umsóknarmánuð.

Umsóknum og fylgigögnum er skilað rafrænt á Mínum síðum.

Staðgreiðsla er tekin af öllum styrkjum nema líkamsrækt, meðferð á líkama og sál og dánarbótum. Frádrátt frá þeim styrkjum skal færa á framtal undir liðnum 2.6, „Frádráttur“ númer 149.

Fylgigögn

Fylgigögnum skal skilað inn með rafrænum hætti í gegnum Mínar síður BHM. Með umsóknum þarf að skila sundurliðuðum greiddum reikningi með nafni umsækjanda og  með áritun/stimpli/merki þess sem gefur hann út (með upplýsingum um nafn, starfsheiti, kennitölu og heimilisfang eða símanúmer).  Fjöldi skipta og dagsetningar meðferða eða kaupa á vöru eða þjónustu skal koma fram á reikningnum. 

Dæmi um löglegan reikning

Fylgigögn vegna fæðingarstyrks

 • Nýjasti launaseðill fyrir fæðingardag barns (með réttu starfshlutfalli).

 • Fæðingarvottorð eða staðfestingu á skráningu barns hjá Þjóðskrá.

Fylgigögn vegna sjúkradagpeninga

 • Umsóknareyðublað (útfyllt og undirritað)
 • Sjúkradagpeningavottorð frá lækni.
 • Síðasti launaseðill.
 • Staðfesting vinnuveitenda um fullnýtingu á veikindarétti.
 • Yfirlit yfir aðrar greiðslur til sjóðsfélaga sem teljast ígildi launa.
 • Tilkynning um óvinnufærni á tveggja mánaða fresti.

Fylgigögn vegna dánarbóta

 • Umsóknareyðublað
 • Framvinda skipta frá sýslumanni. Á við þegar um er að ræða fráfall greiðandi sjóðfélaga.
 • Dánarvottorð eða vottorð læknis/ljósmóður þegar um er að ræða fráfall barns, andvana fæðingu eða fósturlát eftir 18 viku meðgöngu