Úthlutunarréttur

6 mánaða greiðslur

Rétt í Styrktarsjóði BHM eiga þeir sem greitt hefur verið fyrir styrktarsjóðsframlag í samtals 6 mánuði, þar af samfellda 3 mánuði áður en atburður sem leiðir til styrkumsóknar átti sér stað. Séu iðgjöld vegna sjóðfélaga 838 kr. á mánuði eða lægri á hann rétt á hálfum styrk.

  • Fæðingarorlof: Sjóðfélagi viðheldur úthlutunarrétti kjósi hann að greiða stéttarfélagsgjald.
  • Í veikindum/fullnýting dagpeninga: Sjóðfélagi sem hefur fullnýtt rétt sinn til sjúkradagpeninga nýtur áfram annarra réttinda í sjóðnum í allt að 6 mánuði stofni hann ekki til réttinda annarsstaðar. 
  • Vegna veikinda og/eða slysa sjóðfélaga í fæðingarorlofi:  Ef foreldri getur ekki annast barn sitt vegna veikinda og/eða slysa í fæðingarorlofi greiðir sjóðurinn allt að 6 vikur. Þó er ekki greitt fyrir fyrstu 10 dagana í veikindum. Forsenda er að viðkomandi segi sig af greiðslum frá fæðingarorlofssjóði.
  • Atvinnulausir: Sé sjóðfélagi með full réttindi við upphaf atvinnuleysis heldur hann réttindum sínum í allt að eitt ár enda sé greitt stéttarfélagsgjald. Stéttarfélög geta lengt tímabilið upp í 3 ár greiðl þau iðgjöld til Styrktarsjóðs af atvinnuleysisbótum frá upphafi bótatímabils.
  • Launalaust leyfi: Sjóðfélagi viðheldur réttindum sínum í allt að þrjá mánuði enda hafi sjóðfélagi hafið störf að nýju. Sjúkradagpeningar greiðast ekki vegna veikinda í launalausu leyfi.
  • Við starfslok: Sjóðfélagi viðhaldur réttindum sínum í allt að 6 mánuði við starfslok og upphaf lífeyristöku. Sjúkradagpeningar eru þó ekki greiddir til lengri tíma en þriggja mánaða. Réttur til greiðslu sjúkradagpeninga fellur niður við upphaf lífeyristöku eða 67 ára aldur.

Sá sem öðlast hefur rétt til greiðslu úr Sjúkrasjóði BHM er hann verður sjóðfélagi í Styrktarsjóði BHM öðlast strax rétt til greiðslu. Sama gildir um þá sem öðlast hafa rétt úr sjúkrasjóðum annarra stéttarfélaga sem veita fyrrum sjóðfélögum Styrktarsjóðs BHM sams konar réttindi.