VIRK Starfsendurhæfing
Fyrir hverja?
Þjónusta VIRK er fyrir einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu vegna heilsubrests og stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði, þeim að kostnaðarlausu.
Meginskilyrði aðstoðar eru:
- Til staðar er heilsubrestur sem veldur því að viðkomandi getur ekki sinnt launuðu starfi.
- Einstaklingur stefnir markvisst aftur á þátttöku á vinnumarkaði.
- Einstaklingur hefur vilja og getu til að taka markvissan þátt í starfsendurhæfingunni.
Hvert á að leita?
- Tímapantanir fara fram hjá VIRK ráðgjöfum BHM, með tölvupósti eða símleiðis.
- VIRK ráðgjafar eru til húsa að Borgartúni 6, 4. hæð (ekki 3. hæð þar sem BHM er staðsett). VIRK ráðgjafar sinna félagsmönnum í BHM, KÍ, SSF og öðrum félögum háskólamanna á höfuðborgarsvæðinu, sjá nánar upplýsingar um ráðgjafa á landsbyggðinni.