Heildstæð þjónusta
Hvaða þjónustu geta ráðgjafar veitt?
Hjá VIRK er veitt heildstæð þjónusta á sviði starfsendurhæfingar fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu.
Þjónustuþörf hvers og eins er metin af ráðgjöfum í starfsendurhæfingu hjá stéttarfélögum um allt land og eftir aðstæðum hjá öðrum sérfræðingum.
Einstaklingar leita alltaf fyrst til ráðgjafa í starfsendurhæfingu sem staðsettir eru hjá stéttarfélögum um allt land:
- Ráðgjöf og hvatning sem tekur mið af aðstæðum hvers og eins.
- Aðstoð við gerð og eftirfylgni einstaklingsbundinnar virkniáætlunar.
- Leiðbeiningar um réttindi, greiðslur og þjónustu.
- Tengingu og samvinnu við sérfræðinga, svo sem sálfræðinga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfa, lækna, félagsráðgjafa og náms- og starfsráðgjafa.
- Koma á samstarfi milli starfsmanns, atvinnurekanda hans og fagaðila til að stuðla að aukinni starfshæfni viðkomandi starfsmanns.