Viðburður / Námskeið

Lean: Sjónræn stjórnun - töflur - að ná árangri með töflur og töflufundi

23.mars 2016

  • Staðsetning: BHM - Borgartún 6
  • Tími: kl. 09:00 - 12:00
  • Skráningartímabil: 3.mars - 22.mars 2016

Sjónræn stjórnun er mikilvægur partur og verkfæri í straumlínustjórnun. Sjónræn stjórnun er þegar starfsmenn nýta sér sjónræna hluti við að einfalda sér vinnuna, koma í veg fyrir mistök og til þess að vita hvað er það mikilvægasta sem þeir þurfa að vinna að. Töflur eru partur af þessu stjórntæki en mikilvægt er að hugsa um tilgang töflunnar áður en hún er búin til.

Á þessu námskeiði sem er í samstarfi við Lean Ísland verður farið yfir:

  • Hvaða mismunandi tegundir af töflum eru til
  • Daglegt Mat á Stöðu kerfi (mælikvarðatöflur)
  • Umbóta og verkefna töflur
  • Aðgerðatöflur
  • Hvað gott er að hafa í huga við gerð töflu
  • Hvernig "stand up" fundir fara fram og mikilvægi þeirra
  • Lögð er mikil áhersla á verklegar æfingar

Fyrirlestar: Viktoría Jensdóttir, frá Lean Ísland


Vilt þú skara fram úr? Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi. Þar færðu að heyra það helsta úr heimi stjórnunar hvort sem um er að ræða straumlínustjórnun, gæðastjórnun, breytingastjórnun eða ferlastýringu svo dæmi séu tekin.

Hvort sem þú ert í þjónustu eða framleiðslu, stjórnandi eða sérfræðingur, byrjandi eða lengra kominn, í banka eða opinbera geiranum, að þá finnur þú eitthvað við þitt hæfi á Lean Ísland ráðstefnunni og námskeiðum í Lean Ísland vikunni.

Fyrirlesarar koma víða að, m.a. frá Goodyear Tire, Spotify, Christleton High School, QuizUp, LNS Saga, Arion banka og fleiri.

Skráningu og nánari upplýsingar má finna á www.leanisland.is