Viðburður / Námskeið

Erfið samskipti / samtöl

27.október 2016

  • Staðsetning: BHM - Borgartún 6
  • Tími: kl. 10:00 - 12:00
  • Skráningartímabil: 17.ágúst - 26.október 2016
Námskeiðið byggir á bókinni Erfið samskipti, en einnig er fléttað inn í það öðru efni sem kennt er í vinnustofu í samningatækni við Harvard-háskóla. Markmiðið er að gefa þátttakendum tækifæri á að tileinka sér sérstaka samtalstækni í samskiptum til að ná sínum markmiðum. Á námskeiðinu er farið yfir algengustu mistökin sem flestir gera í erfiðum samtölum og hvernig má með einföldum hætti sneiða hjá þeim. Það felst ekki síst í því að kynna hvernig má forðast skaðlegar og óvinsamlegar skilaboðasendingar, en þess í stað tileinka sér uppbyggilega nálgun sem kölluð er lærdóms-samtalið. 
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Jóhann G. Ásgrímsson, viðskiptafræðingur hjá Löggiltum endurskoðendum ehf., og þýðandi bókarinnar Erfið samskipti.