Viðburður / Námskeið

Réttur starfsmanns til uppfinningar sem hann kemur fram með í starfi – meginreglur laga nr. 72/2004

21.mars 2017

  • Staðsetning: BHM - Borgartún 6
  • Tími: kl. 10:00 - 12:00
  • Skráningartímabil: 4.janúar - 20.mars 2017
Farið verður yfir meginreglur laga nr. 72/2004 um uppfinningar starfsmanna. Áhersla verður lögð á réttindi starfsmanna á opinberum og almennum vinnumarkaði samkvæmt lögunum, m.a. rétt þeirra til uppfinninga og endurgjalds fyrir þær.  

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, og Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir, lögfræðingur Hugverkanefndar Háskóla Íslands og Landspítala.