Viðburður / Námskeið

AKUREYRI - Samningatækni

27.mars - 28.mars 2017

  • Staðsetning: AKUREYRI - Lionssalnum að Skipagötu 14, sama húsi og veitingarstaðurinn Strikið
  • Tími: kl. 12:30 - 16:00
  • Skráningartímabil: 10.febrúar - 24.mars 2017
Á námskeiðinu eru kynntar helstu aðferðir samningatækninnar. Fjallað er um forvitnilega sögu samningatækninnar, hámörkum ábata, og rætt hvernig líta má á samningaviðræður sem verkefni. Sýnt er fram á hvernig ólíkur skilningur hefur áhrif á niðurstöður og um þau stig sem nauðsynlegt er að þekkja í samingaumleitan. Þátttakendur fá raunþjálfun í að beita aðferðum og þeir eru sérstaklega þjálfaðir í að beita aðferðum samingatækninnar við samingaborðið. Námskeiðið er vinnustofa þar sem kennt er með raunhæfum æfingum sem eiga að stórauka samningafærni nemenda.  

Leiðbeinandi á námskeiðnu er Haukur Ingi Jónasson, lektor við Háskólann í Reykjavík.