Viðburður / Námskeið

Undirbúningur starfsloka - STREYMI

19.september 2017

  • Staðsetning: BHM - Borgartún 6
  • Tími: kl. 10:00 - 11:30
  • Skráningartímabil: 1.september - 18.september 2017

Fjármál flækjast til muna þegar taka lífeyris hefst. Á námskeiðinu verður farið yfir atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar starfslok eru undirbúin, s.s.:

  • Hvernig eru greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar?
  • Hvenær á ég að sækja um?
  • Hvað ef mig langar að halda áfram að vinna eftir 67 ára aldur?
  • Hvernig ætti ég að taka út séreignarsparnaðinn minn?
  • Hvað þarf ég að vita varðandi skattkerfið?
  • Hvaða áhrif hefur ávöxtun sparifjár?

Leiðbeinandi er Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka.

Námskeiðinu verður streymt á streymissíðu BHM: https://livestream.com/bhm. Ath. ekki þarf að skrá sig á námskeiðið til að geta fylgst með streyminu.