Viðburður / Námskeið

Efnahagslegar forsendur kjarasamninga

13.febrúar 2018

  • Staðsetning: BHM - Borgartún 6
  • Tími: kl. 10:00 - 12:00
  • Skráningartímabil: 30.janúar - 12.febrúar 2018

Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á efnahagslegum forsendum kjarasamninga og undirbúa forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins fyrir kjaraviðræður. Námskeiðinu er ætlað að veita ákveðinn grunnskilning en getur einnig þjónað sem holl upprifjun. Á námskeiðinu verður farið yfir undirstöðuatriði þjóðhagfræðinnar og helstu hugtök útskýrð. Þá verða skoðuð sérstaklega áhrif vinnumarkaðar á hagkerfið og þær hagstærðir sem hafa áhrif á kaupmátt launþega.

Leiðbeinandi er Georg Brynjarsson, hagfræðingur BHM.