Viðburður / Námskeið

Vinnutengd streita og kulnun

13.mars 2018

  • Staðsetning: BHM - Borgartún 6
  • Tími: kl. 09:00 - 12:00
  • Skráningartímabil: 30.janúar - 12.mars 2018

Heilsa er mikilvægur hluti í lífi starfsmanna og vinnustreita er eitthvað sem ber að forðast eða læra að takast á við á þann hátt að dragi úr neikvæðum afleiðingum. Vinnustreita getur haft alvarlegar afleiðingar bæði fyrir starfsfólk sem og vinnustaði í heild og langvarandi streita getur leitt til kulnunar í starfi. Gagnlegt er fyrir alla að starfsmenn og stjórnendur að þeir læri að stjórna þeim þáttum starfsins sem þeir geta og læri að þekkja inn á eigin viðbrögð við streitu.

Vinnusmiðjan stuðlar að því að stjórnendur og starfsmenn átti sig á og kunni skil á

  • Eðli vinnustreitu
  • Birtingarmyndum
  • Áhættuþáttum
  • Fyrstu merkjum kulnunar í starfi
  • Afleiðingum streitu og kulnunar
  • Viðbrögðum við streitu

Jóhanna Ella Jónsdóttir, sálfræðingur og ráðgjafi hjá Hugtaki mannauðsráðgjöf ehf.