Viðburður / Námskeið

Fundarsköp og fundarstjórnun

27.mars 2018

  • Staðsetning: BHM - Borgartún 6
  • Tími: kl. 09:00 - 12:00
  • Skráningartímabil: 30.janúar - 26.mars 2018

Þetta er tilvalið námskeið fyrir alla þá sem sitja fundi og eru þreyttir á hversu miklum tíma er sóað.

Farið er yfir öll grundvallaratriði fundarskapa og þátttakendur fá tækifæri til að framfylgja réttum fundarsköpum og stjórna fundum samkvæmt þeim. Farið er í meðhöndlun breytingartillagna hverskonar, úrskurði deilumála o.fl.

Tilgangurinn er að þjálfa þátttakendur í að taka virkan þátt í fundarstörfum og tryggja markvissan og góðan fund.

Leiðbeinandi er Viktor Ómarsson frá JCI á Íslandi.