Viðburður / Námskeið

Nýju persónuverndarlögin

18.september 2018

  • Staðsetning: BHM - Borgartún 6
  • Tími: kl. 09:00 - 12:00
  • Skráningartímabil: 11.september - 17.september 2018

Leiðbeinandi er Andri Valur Ívarsson, lögmaður BHM

Ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga tóku gildi á Íslandi í júlí síðastliðnum þar sem m.a. voru innleidd ákvæði reglugerðar ESB um persónuvernd. Með aukinni tæknivæðingu, tilkomu samfélagsmiðla o.fl. hefur vinnsla persónuupplýsinga vaxið gríðarlega og er jafnvel megintilgangur sumra fyrirtækja. Á námskeiðinu verður fjallað um þessa nýju löggjöf og áhrif hennar á samfélagið frá sjónarhorni hins almenna félagsmanns sem þarf ekki að þekkja löggjöfina starfa sinna vegna en vill vita hvað í löggjöfinni felst.

Umfjöllunarefni námskeiðsins verður meðal annars:

  • Helstu reglur um vinnslu persónuupplýsinga
  • Réttindi einstaklinga á grundvelli nýrrar löggjafar
  • Skyldur fyrirtækja og stofnana
  • Hverju breytir löggjöfin fyrir hinn almenna borgar