Fyrirlestur/Námskeið
Verkefnastjórnun - námskeið með RATA

Kennarar eru Hafdís og Svava, eigendur RATA
- Staðsetning: Teams viðburður
- Tími: kl. 13:00 - 16:00
- Skráningartímabil: 13.janúar - 26.apríl 2022
Megin fókusinn verður að gefa þátttakendum góða yfirsýn yfir aðferðir verkefnastjórnunar, hvaða hag félagsmenn hafa af því að nýta verkefnastjórnun og síðan gott yfirlit yfir hvernig félagsmenn geta aflað sér frekari þekkingar.
Kennarar eru Hafdís Huld Björnsdóttir og Svava Björk Ólafsdóttir, stofnendur ráðgjafafyrirtækisins RATA. Hafdís Huld er framkvæmdastjóri RATA og sérfræðingur í umbótamenningu og mannlegum samskiptum. Svava Björk hefur mikla reynslu úr stuðningsumhverfi frumkvöðla og hefur undanfarin ár stutt við bakið á hugmyndasmiðum landsins, en hún er einnig leiðtogi leiðtogi nýsköpunar og viðskiptaþróunar hjá RATA.
Námskeiðið verður tekið upp og gert aðgengilegt á Námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið.