Merki BHM

Merki BHM er endurhönnun á fyrra merki sem teiknað var árið 1995 af Gísla B. Björnssyni, grafískum hönnuði. Endurhönnunin fór fram árið 2020 og var gerð af auglýsingastofunni Kontor Reykjavík. Markmiðið var m.a. að tryggja að merkið stæðist nútímakröfur um einfaldleika og sterka ásýnd í netmiðlum og öðrum miðlum. Merkið er skjöldur sem opnast í bók en skjöldurinn er tákn um það að BHM stendur vörð um hagsmuni félagsmanna sinna. Einnig má sjá vísun í penna og bókamerki ef vel er að gáð.