Mínar síður BHM
Fyrir félagsmenn og rafræn samskipti þeirra við sjóði BHM
Á Mínum síðum geta félagsmenn
- Sótt um styrki í Sjúkrasjóð, Styrktarsjóð, Orlofssjóð, Starfsmenntunarsjóð og Starfsþróunarsetur háskólamanna.
- Fylgst með ferli umsókna og fengið upplýsingar um notkun á sjóðum BHM, t.d. hvað búið er að nýta innan almanaksárs.
- Fylgst með iðgjaldagreiðslum frá vinnuveitanda.
- Uppfært persónuupplýsingar.
- Verið í rafrænum samskiptum við þjónustuver BHM.
Kynningarmyndband - helstu aðgerðir á Mínum síðum
Innskráning á Mínar síður, tveir möguleikar
Íslykill
Þjóðskrá Íslands gefur út Íslykil sem mun smám saman leysa veflykil ríkisskattstjóra af hólmi.Til að komast inn á Mínar síður með Íslykli þarf fyrst að slá inn kennitölu og Íslykil. Íslykil er annað hvort hægt að fá sendan í heimabanka eða í bréfpósti á lögheimili. Ef Íslykill týnist þarf að panta nýjan lykil sem er gert með sama hætti. Panta Íslykil
Ef kennitala finnst ekki í félagaskrá BHM þarftu að hafa samband við skrifstofu í síma 595 5100 eða með tölvupósti.
Samband rofnar við Mínar síður
Mínar síður er öryggt svæði og rofnar sambandið eftir nokkrar mínutur ef ekkert er aðhafst.
Viðhengi/fylgigögn með umsóknum
Gögnum vegna umsókna í sjóði tengdum BHM skal skilað með rafrænum hætti í gegnum Mínar síður BHM. Ekki er lengur gerð krafa um skil á frumritum reikninga eða fylgigagna í sjóði BHM.
Félagsmenn aðildarfélaga BHM eru hvattir til að fylgjast með nýjungum sem munu líta dagsins ljós á Mínum síðum í náinni framtíð og koma með ábendingar um það sem betur mætti fara.