Chat with us, powered by LiveChat
  • BHM-FURDUR-95

Skipulag bandalagsins

Innra skipulag

Aðalfundur er haldinn á hverju vori og fer með æðsta vald í málefnum bandalagsins. 

Formannaráð fer með æðsta vald í málefnum bandalagsins milli aðalfunda og kemur saman fjórum sinnum á ári. Ráðinu ber að huga að stærri og stefnumótandi  ákvörðunum og veita stjórn aðhald og umboð til daglegs starfs á grundvelli stefnu sem mótuð er á stefnumótunarþingum og samþykkt á aðalfundum.

Stefnumótunarþing  er haldið þriðja hvert ár. Þar móta aðildarfélög BHM stefnu í sameiginlegum hagsmunamálum.

Framkvæmdastjórn bandalagsins fundar á hálfsmánaðar fresti og tekur ákvarðanir um öll mál er varða daglega starfsemi bandalagsins í samræmi við lög þess og stefnuskrá og er í fyrirsvari fyrir bandalagið út á við. Hún gerir formannaráði grein fyrir störfum sínum og ber undir það mikilvæg stefnumótandi mál. Stjórn ræður framkvæmdastjóra sem annast daglegan rekstur BHM. 

Fastanefndir bandalagsins eru fimm og eiga að fylgja eftir stefnumótun aðalfundar.  Þær eru: Kjara- og réttindanefnd, Kjörstjórn, Lagabreytinganefnd, Jafnréttisnefnd og Framboðsnefnd, en sú síðastnefnda auglýsir eftir og hefur umsjón með framboðum til trúnaðarstarfa.

Aðildarfélög BHM sinna alfarið fyrirspurnum og þjónustu við félagsmenn sína er varða kaup og kjör, kjarasamninga og rétt félagsmanna.