Samgöngustefna

Vinnustaðurinn BHM

BHM vinnur að því að efla vitund starfsfólks um vistvænar samgöngur, hvetur starfsfólk til að taka tillit til umhverfisins og aðstæðna hverju sinni og vill stuðla að heilbrigðari lífsháttum starfsfólks. BHM býður starfsmönnum upp á samgöngusamning vilji þeir tileinka sér vistvænar samgöngur til og frá vinnu.

Leiðir/vistvænar samgöngur

  • BHM hvetur starfsfólk til að nota almenningssamgöngur vegna vinnu.  
  • BHM hvetur starfsfólk til að ganga eða hjóla vegna vinnu.
  • BHM hvetur starfsfólk til að fara gangandi eða hjólandi á fundi ef það tekur 10 mínútur eða skemur að ferðast á milli staða, annars er notast við leigubíla eða strætisvagna ef það hentar og mun BHM kaupa staka miða í strætisvagna í því skyni. 
  • BHM hvetur starfsfólk til að fjölga síma- og fjarfundum þegar aðstæður leyfa.
  • BHM kappkostar að tryggja góða aðstöðu á vinnustað fyrir þá sem stunda vistvænar samgöngur. 
  • BHM mun standa fyrir fræðslufundum einu sinni á ári í því skyni að efla vitund starfsfólks um vistvænar samgöngur.