Skip to content

VIRK starfs­endur­hæfing

Þjónusta VIRK er fyrir einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu vegna heilsubrests og stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði, þeim að kostnaðarlausu. Hjá BHM starfa ráðgjafar VIRK - starfsendurhæfingar sem veita þjónustu og ráðgjöf. 

Hvernig kemst ég að hjá ráðgjafa?

Einstaklingur sem óskar eftir þjónustu VIRK þarf að byrja á að panta tíma hjá lækni og ræða við hann hvort starfsendurhæfing hjá VIRK sé raunhæfur kostur.

Meginskilyrðin fyrir starfsendurhæfingu eru:

  • Að viðkomandi geti ekki sinnt starfi sínu að hluta eða öllu leyti eða tekið þátt á vinnumarkaði vegna hindrana af völdum heilsubrests sem rekja má til veikinda eða slysa. Um er að ræða fjarvistir frá vinnu í lengri tíma vegna heilsubrests af andlegum eða líkamlegum toga.
  • Að markmið einstaklings sé að verða aftur virkur þátttakandi á vinnumarkaði, eða auka þátttöku á vinnumarkaði, svo fljótt sem verða má.
  • Að geta og vilji sé til staðar til að taka markvissan þátt í starfsendurhæfingunni og fylgja þeirri áætlun sem þar er sett fram.

VIRK ráðgjafar sinna félagsmönnum í BHM, KÍ, SSF og öðrum félögum háskólamanna á höfuðborgarsvæðinu.

Viltu panta tíma hjá ráðgjafa?

Þú getur pantað tíma hjá VIRK ráðgjöfum BHM í gegnum tölvupóst.

VIRK ráðgjafar BHM eru til húsa á fjórðu hæð í Borgartúni 6.

VIRK ráðgjafar BHM

gudny@bhm.is

Guðný Júlía Gústafsdóttir

Ráðgjafi VIRK

gudfinna@bhm.is

Guðfinna Alda Ólafsdóttir

Ráðgjafi VIRK

gudleif@bhm.is

Guðleif Birna Leifsdóttir

Ráðgjafi VIRK

kristbjorgl@bhm.is

Kristbjörg Leifsdóttir

Ráðgjafi VIRK

thora@bhm.is

Þóra Þorgeirsdóttir

Ráðgjafi VIRK

(Í leyfi)

Elín Hallsteinsdóttir

Ráðgjafi VIRK