Atvinnuleit innan EES

Réttur fólks til frjálsrar farar á innri markaði Evrópu er ein af grundvallarreglum í samstarfi EES-ríkjanna.

Réttur fólks til frjálsrar farar samkvæmt ákvæðum EES-samningsins felur í sér afnám hvers kyns mismununar eftir þjóðerni að því er varðar ráðningu, laun og önnur starfsskilyrði.

Um þau réttindi hér á landi er nánar fjallað í:

Þeim til stuðnings eru reglur um viðurkenningu starfsréttinda, aðgengi að þjónustu opinberra vinnumiðlana og greiðsla atvinnuleysisbóta við atvinnuleit í öðru EES-ríki.

Atvinnuleysisbætur

Þeir sem eru á atvinnuleysisbótum hér á landi eiga rétt á því að taka þær greiðslur með sér við atvinnuleit í öðrum aðildarríkjum í allt að þrjá mánuði. Skilyrði er viðkomandi hafi verið að fullu atvinnulaus hér á landi, verið á atvinnuleysisbótum samfellt í fjórar vikur fyrir brottför og ekki hafnað atvinnutilboði.

Vinnumálastofnun gefur út vottorð U2 til staðfestingar á þessum rétti.

Vinnumálastofnun

Vinnumálastofnun veitir nánari upplýsingar um atvinnuleit erlendis og skilyrði fyrir greiðslu atvinnuleysisbóta til annarra landa.

Við atvinnuleit erlendis má einnig styðjast við leitarvél EURES (European Employment Services) sem er samstarfsvettvangur opinberra vinnumiðlana í aðildarríkjum EES-samningsins. Markmið EURES er að stuðla að auknum hreyfanleika vinnandi fólks á milli landa og bregðast við staðbundnum sveiflum á vinnumarkaði.

Vefgátt EURES www.eures.europa.eu er aðgengileg á 26 tungumálum, þar með talið íslensku.

BHM aðildarfélög

Félagsfólk getur ávallt haft samband við sitt aðildarfélag til að fá upplýsingar um atvinnuleit erlendis, réttindi o.fl., þ.m.t. um systurfélög á hinum Norðurlöndunum eða í öðrum EES-ríkjum.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt