Vefur BHM tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna

Talinn einn af fimm bestu í flokknum Efnis- og fréttaveita

Vefur BHM hefur verið tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna 2023 í flokknum Efnis- og fréttaveita. Vefurinn fór í loftið í núverandi mynd í október 2022 og er unninn í samstarfi við Hugsmiðjuna.

Vefurinn fékk tvær tilnefningar á vefverðlaununum í fyrra, sem efnis- og fréttaveita ársins og fyrirtækjavefur ársins.

Markmið vefsins er að endurspegla nútímalegt og faglegt starf BHM með áherslu á sérfræðiþekkingu BHM. Vefurinn er upplýsinga- og þjónustuvefur sem setur notendur í fyrstasæti.

Nýverið voru umtalsverðar breytingar gerðar á Mínum síðum sem hafa mælst vel fyrir hjá félagsfólki. Ferli styrkumsókna hefur verið einfaldað, aðgengi að upplýsingum bætt ásamt því að öll samskipti fara nú fram í gegnum Mínar síður.

Það eru Samtök vefiðnaðarins (SVEF) sem standa að verðlaununum og verða þau afhent í Listasafni Reykjavíkur 15. mars nk.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt