Fréttir

18.10.2016 : KJARAJAFNRÉTTI STRAX!

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli, kl. 15:15 undir kjörorðinu KJARAJAFNRÉTTI STRAX!

17.10.2016 : Ríkinu heimilt að gera starfslokasamning

Með nýlegum dómi Hæstaréttar hefur verið staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að Landspítali (LSH) hefði með ólögmætum hætti rift starfslokasamningi við fyrrverandi starfsmannastjóra LSH.

12.10.2016 : Undirrituðu yfirlýsingu um hæfniramma um íslenska menntun

Fulltrúar stjórnvalda, samtaka á vinnumarkaði, námsmannasamtaka og fleiri aðila undirrituðu í dag yfirlýsingu um hæfniramma um íslenska menntun sem ætlað er að endurspegla stigvaxandi hæfnikröfur í formlegu og óformlegu námi á Íslandi. 

11.10.2016 : Hádegisfundir með fulltrúum stjórnmálaflokkanna

Dagana 18., 19. og 20. október nk. efnir BHM til opinna hádegisfunda fyrir félagsmenn með fulltrúum sjö stjórnmálasamtaka sem bjóða fram í komandi alþingiskosningum.

Fara á fréttavef