Fréttir

23.7.2015 : Mál BHM gegn ríkinu flutt í Hæstarétti 10. ágúst

Úrlausn héraðsdóms um að heimila ótímabundna sviptingu samningsfrelsis og verkfalls­réttar fjölda stéttarfélaga sem ekki einu sinni voru í verkfalli stenst að mati BHM ekki slíka stjórnskipulega meðalhófsreglu.

16.7.2015 : 1. maí ákvæðið ekki bindandi fyrir gerðardóm

Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram sú skýra túlkun að 1. maí ákvæðið sé ekki bindandi fyrir gerðardóm enda segi að hafa skuli eftir atvikum hliðsjón af kjarasamningum eftir þetta tímamark.

15.7.2015 : BHM áfrýjar til Hæstaréttar

BHM hefur áfrýjað niðurstöðu héraðsdóms nr. E-2217/2015 sem kveðinn var upp í dag til Hæstaréttar. Með því vonast félagsmenn BHM að Hæstiréttur standi vörð um stjórnarskrárvarinn rétt þeirra til samnings- og verkfallsréttar.

15.7.2015 : Ríkið sýknað af kröfu BHM

Ríkið var sýknað af kröfu BHM í Héraðsdómi í dag. Hægt er að nálgast dóminn hér.

Fara á fréttavef


Tilkynningar

6.1.2015 : Ég fer í fríið 2015!

Sjóðfélagar í Orlofssjóði BHM - búið er að opna fyrir umsóknir vegna páskaleigu og sumarleigu sumarhúsa og íbúða innanlands og erlendis

3.2.2014 : Pistill formanns: Samningar BHM lausir

Kjarasamningar aðildarfélaga BHM við ríki, sveitarfélög og Reykjavíkurborg runnu út þann 1. febrúar.