Fréttir

18.8.2014 : Undirbúningsvinna vegna kjarasamninga hafin

Hafin er undirbúningsvinnu fyrir gerð nýs kjarasamnings við ríkið. Samkomulagið við ríkið um launabreytingar sem gerður var í vor rennur út þann 28. febrúar 2015.

Til umfjöllunar eru þættir sem skipta verulegu máli fyrir hagsmuni félagsmanna, eins og launaliður kjarasamningsins, mat á menntun, umgjörð stofnanasamninga, réttindamál, lagaumhverfi, vaktavinna og endurskoðun hvíldarákvæðis.

7.7.2014 : Endurskoðun námslánakerfisins brýn

Námslánaskuldir eru orðnar hluti af kjaramálum aldraðra. Þessar skuldir falla ekki niður fyrr en við andlát lántakanda og þróunin hefur orðið sú að námsskuldir fylgja fólki lengra og lengra fram eftir aldri.

2.7.2014 : Líta má á ákvörðun ráðherra sem hópuppsögn

Í gær var haldinn fjölmennur fundur með starfsmönnum Fiskistofu þar sem fyrirhugaður flutningur stofnunarinnar var ræddur. Á fundinn voru mættir fulltrúar þeirra stéttarfélaga sem starfsmenn stofnunarinnar tilheyra.

20.6.2014 : Félag íslenskra náttúrufræðinga semur við ríkið

Samningurinn er að mestu samhljóða þeim samningi sem þau 16 aðildarfélög BHM undirrituðu 28. maí s.l. Samningurinn fer nú í kynningu hjá félaginu og síðan í atkvæðagreiðslu.

Fara á fréttavef


Tilkynningar

18.3.2014 : Ég fer í fríið!

Sjóðfélagar í Orlofssjóði BHM nú er um að gera að sækja um sumarhús eða íbúð innanlands í sumar því umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti 1. apríl nk.

3.2.2014 : Pistill formanns: Samningar BHM lausir

Kjarasamningar aðildarfélaga BHM við ríki, sveitarfélög og Reykjavíkurborg runnu út þann 1. febrúar.