Sjúkra­sjóð­ur

Sjúkrasjóður BHM er fyrir félagsfólk á almennum vinnumarkaði. Margvíslegir styrkir eru veittir.

Sjóðsaðild

Almennt gildir að réttur sjóðfélaga til úthlutunar úr sjóðnum er háður því að greitt hafi verið sjúkrasjóðsframlag vegna sjóðfélaga samtals í 6 mánuði og þar af 3 mánuði samfellt áður en atburður sem leiðir til styrkumsóknar, tekjutap eða útgjöld, sem veita rétt til styrks úr sjóðnum, áttu sér stað.

Ef reiknuð heildaralaun eru 500.000 kr. eða hærri þá á sjóðfélagi rétt á fullum styrk.

Ef heildarlaun sjóðfélaga eru lægri en 500.000 kr. á mánuði fær sjóðfélagi greiddan hálfan styrk frá sjóðnum. Reiknað er út meðaltal heildarlauna síðustu þriggja mánaða, talið frá þeim degi sem umsókn berst til sjóðsins.

Líkamsrækt

Félagar fá allt að 25.000 króna styrk vegna líkamsræktar og íþróttaiðkunar.

Heilbrigðisþjónusta og forvarnir

Félagar fá allt að 75.000 króna styrk vegna meðferðar hjá faglega viðurkenndum aðila með löggildingu frá landlækni og hjá aðila sem uppfyllir skilyrði fyrir inngöngu í aðildarfélag innan BHM.

Krabbameinsleit og áhættumat

Félagar fá allt að 20.000 króna styrk vegna krabbameinsleitar og áhættumats vegna hjartasjúkdóma.

Fæðingarstyrkur

Félagar fá 100.000 króna styrk vegna fæðingar hvers barns.

Tæknifrjóvgun

Félagar fá allt að 125.000 króna styrk vegna tæknifrjóvgunar.

Heyrnartæki

Greitt er 80% af útlögðum kostnaði til kaupa á heyrnartækjum. Hámarksstyrkur er 145.000 krónur.

Dánarbætur

Greiddar eru allt að 350.000 krónur í dánarbætur vegna fráfalls félaga í sjóðnum.

Starfstengd áföll eða starfslok

Félagar fá allt að 55.000 króna styrk til að vinna úr starfstengdum áföllum.

Ættleiðing

Félagar fá allt að 170.000 króna styrk vegna ættleiðingar barns.

Sjúkradagpeningar

Félagar fá sjúkradagpeninga vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu sem nema 80% af grunni inngreiðslna síðastliðna fjóra mánuði fyrir óvinnufærni.

Meðgöngustyrkur

Verðandi mæður sem þurfa að leggja niður störf vegna veikinda sem tengjast meðgöngu, og eiga rétt á framlengingu á fæðingarorlofi hjá Fæðingarorlofssjóði, eiga rétt á tímabundnum meðgöngustyrk.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími síma þjónustuvers:
mán. til fim. 10:00 - 14:00
fös. 10:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt