Vinnustaðaskóli Akademias / Workplace Academy

21. febrúar 2024 - 31. janúar 2025
Rafrænt / On-line

Nýr samningur við Akademias hefst 1. mars og verða kóðar sendir út fyrstu dagana í mars / English below

BHM hefur endurnýjað samning sinn við Akademias um aðgang að fræðsluefni vinnustaðaskóla Akademias fyrir félagsfólk sitt. Vinsamlegast athugið að eldri kóðar sem sendir voru út fram í byrjun febrúar 2024 hætta að virka í lok febrúar.

Við endurnýjun samningsins þurfa þau sem vilja halda áfram með sína áskrift að skrá sig upp á nýtt. BHM samdi um kaup á tilteknum fjölda plássa fyrir árið 2024-2025. Þá falla fyrri kóðar úr gildi til að allt félagsfólk hafi tækifæri til að skrá sig í skólann og til að tryggja nýtingu á plássum.

Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig inn á Mínar síður og ýta þá á takkann hér að ofan Skráning á viðburð til að skrá sig í Vinnustaðaskólann.


Fólk sem skráir sig fær sendan kóða ásamt leiðbeiningum frá BHM og þarf í kjölfarið að virkja sinn aðgang hjá Akademias. BHM sendir kóðana út handvirkt svo það geta liðið nokkrir dagar frá skráningu þar til fólk fær kóðann sendan. Það getur því tekið tíma að senda alla út þar sem skráning er jafnan mikil í kjölfar útsendra tilkynninga um vinnustaðaskólann eða ný námskeið í Vinnustaðaskóla Akademias.

Vinsamlegast athugið að kóðinn virkar eingöngu í Fyrirtækjaskólann en ekki fyrir annað nám sem Akademias býður upp á.

We have renewed the contract with Akademias Workplace Academy. The contract will take effect as of March 1st – and most courses are available with english subtitles

The codes for new subscribers will be sent out in the beginning of March.

BHM has bought a certain amount of codes for the year 2024-2025. Please note that the old codes, for 2023, will expire by the end of February. You will then have to register again to get a new access code.

To register for a now code you sign in to Mínar síður, and then push the button above Skráning á viðburð. After registration you will receive a code and instructions from BHM. Then you can activate your account with Akademias.

BHM sends the codes to the e-mail address registered on Mínar síður, and the codes are sent out manually – not automatically – so a few days might pass until you receive your code. This is true especially in the beginning when a new contract takes effect and many people are signing up at the same time.

Most of the courses Akademias offers in the Vinnustaðaskóli have subtitles in english.

Please note that the code only works for Vinnustaðaskóli Akademias and not for any of the other courses they offer.

Yfir 130 námskeið í boði

Nánari upplýsingar og lýsingar á námskeiðum er að finna á vef Akademias.

Microsoft hugbúnaður (31 námskeið)

  • m.a. Microsoft Excel grunn- og framhaldsnámskeið og formúlur, OneNote, Powerpoint, Verkefnastjórnun í SharePoint, Pivot töflur o.fl.

Leiðtogar, samskipti og teymi (32 námskeið)

  • m.a. Sáttamiðlun, Tímastjórnun og skipulag funda, Tilfinningagreind og hluttekning, Markmiðasetning, Nýsköpun í hnotskurn, Lestur ársreikninga og fleira.

Þjónusta, sala og markaðssetning (16 námskeið)

  • m.a. Auglýsingakerfi Facebook, Erfiðir viðskiptavinir, Stjórnun markaðsstarfs, Textaskrif fyrir vefsíður, Sala og sölutækni o.fl.

Heilsuefling (19 námskeið)

  • m.a. Andleg heilsa, Núvitund, Streitustjórnun, Rétt líkamsbeiting og vellíðan, Mátturinn í næringunni o.fl.

Hugbúnaður og upplýsingatækni (15 námskeið)

  • m.a. Gervigreind og snjallar lausnir, Myndvinnsla með Photoshop, Lærðu að búa til vefsíðu með Squarespace, Netöryggi 101 o.fl.

Vinnuvernd - jafnrétti, sjálfbærni og réttindi (23 námskeið)

  • m.a. Einelti á vinnustað, Fordómar á vinnustað, Lærðu að lesa launaseðilinn, Skyndihjálp, New Immigrant in Iceland, Democracy and Welfare Society o.fl.

Önnur námskeið:

  • m.a. Hraðlestur á vinnustað, Inngangur að fjármálalæsi, Stofnun fyrirtækis og upphaf reksturs o.fl.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt