Skyldur starfsfólks

Vinnuveitandi hefur það sem kallað er stjórnunarrétt sem veitir honum heimild til að skipuleggja og stýra vinnu starfsfólks. Mikilvægt er að kunna skil á þeim takmörkunum sem sá réttur er bundinn.

Stjórnunarréttur vinnuveitanda er rétturinn til að skipuleggja og stýra vinnu starfsfólks og hafa eftirlit með frammistöðu þess, sem og að taka ákvörðun um ráðningu starfsfólks og uppsagnir. Stjórnunarrétturinn er ekki lögfestur heldur er hann grundvöllur allra vinnusambanda og viðurkenndur sem ein af meginreglum vinnuréttarins.

Stjórnunarréttur vinnuveitanda sætir fjölmörgum takmörkunum sem leiða af ákvæðum laga, kjarasamninga og ráðningarsamningi starfsfólks. Má sem dæmi nefna ákvæði um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum, orlofslög, lög um bann við mismunun á vinnumarkaði, sérákvæði um ráðningarvend starfsfólks og reglur um upplýsingar og samráð. Eins má nefna grundvallarréttindi launafólks, þ.m.t. rétt til stéttarfélagsaðildar og verkfallsrétt.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt