Aðgengismál

Mismunun á grundvelli fötlunar er bönnuð á íslenskum vinnumarkaði og fötluðu fólki skal tryggð jöfn og árangursrík réttarvernd gegn mismunun á öllum sviðum.

Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2006 var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks samþykktur. Íslensk stjórnvöld undirrituðu samninginn árið 2007 og var hann fullgiltur árið 2016. Markmið samningsins er að efla, verja og tryggja full mannréttindi fatlaðs fólks og grundvallarfrelsi þess.

Stofnanir og fyrirtæki þurfa að innleiða aðgengi í alla sína vinnuferla og hafa aðgengi til hliðsjónar í öllum ákvörðunum sem teknar eru, bæði innandyra og utandyra.

Aðgengi er hægt að bæta með því að:

 • Gæta að aðgengi hjólastóla með römpum, skábrautum o.s.frv.
 • Hafa skýrar og góðar umhverfismerkingar.
 • Gæta þess að handrið sé á öllum tröppum og þær merktar með afgerandi lit, þ.e. tröppunef.
 • Passa að engar hindranir séu á gangvegi, hafa breiðar út og inngönguleiðir og engar hindranir eins og stóra blómapotta, stóla eða annað.
 • Hafa leiðarlínur og áherslusvæði fyrir blinda og sjónskerta.
 • Huga að hljóðvist. Er mikill kliður eða bergmál?
 • Hafa þægilega og góða lýsingu.
 • Aðgengi að salernum fyrir fatlaða.
 • Góðar og skýrar merkingar á lyftuhnöppum.
 • Hafa talandi lyftur.
 • Hafa heimasíðu aðgengilega, t.d. með lestrarvélum og auðlesnum texta.
 • Ekki aðeins huga að aðgengi fyrir viðskiptavini. Starfsfólk nýtur einnig góðs af góðu aðgengi.
 • Bjóða upp á að hafa samband í síma, spjallglugga og tölvupósti eða að koma á staðinn. Sami samskiptamátinn hentar ekki öllum.
 • Huga þarf að aðgengi þegar kemur að lausnum á borð við sjálfsafgreiðslukassa, hraðbanka, innskráningarskjái o.fl.
 • Bjóða upp á að notendur geti komið ábendingum til skila, t.d. varðandi aðgengismál.
 • Við hönnun, breytingar eða skipulagningu á svæði utandyra þarf að huga að aðgengi og má þar nýta sér nýlegar handbók vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar „Hönnun fyrir alla – algild hönnun utandyra“

Blindrafélagið veitir fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf og upplýsingar um aðgengi, hægt er að hafa samband í síma525 0000 eða senda tölvupóst á netfangið adgengi@blind.is.

Réttur fatlaðra einstaklinga til þátttöku á vinnumarkaði

Gagnlegir hlekkir

Á vefsíðu Öryrkjabandalagsins er hægt að senda inn ábendingar til sveitarfélaga um aðgengismál.

Tabú er feminísk fötlunarhreyfing sem vinnur að félagslegu réttlæti og gegn margþættri mismunun gagnvart fötluðu fólki. Tabú býður upp á fræðsluerindi og ráðgjöf fyrir stóra og smáa hópa auk þess að bjóða upp á valdeflandi námskeið fyrir fatlað og langveikt fólk á öllum aldri.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt