BHM

Fréttir

23.6.2017 : Forysta BHM fundaði með forsætisráðherra

Forysta BHM átti í vikunni fund með forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, þar sem rætt var um stöðuna á vinnumarkaði í aðdraganda kjaraviðræðna 17 aðildarfélaga bandalagsins við ríkið. 

8.6.2017 : Ýmsar leiðir til að greiða fyrir endurkomu fólks til vinnu í kjölfar áfalla

Á síðustu árum og áratugum hefur örorkulífeyrisþegum fjölgað verulega hér á landi. Árið 1986 voru þeir um 2,3% af mannafla á aldrinum 18 til 64 ára en árið 2015 var þetta hlutfall komið upp í um 8,5%. Svipuð þróun hefur orðið í nágrannalöndunum en útgjöld hins opinbera vegna örorku eru þó hlutfallslega hærri og öryrkjar hlutfallslega fleiri hér á landi en annars staðar. Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK starfsendurhæfingarsjóðs, ræddi orsakir þessarar þróunar og möguleg viðbrögð á fundi með fulltrúum BHM og aðildarfélaga í vikunni.

1.6.2017 : Nýr ráðgjafi í starfsendurhæfingu fyrir háskólamenntað fólk á höfuðborgarsvæðinu

Guðný Júlía Gústafsdóttir hefur hafið störf sem ráðgjafi í starfsendurhæfingu fyrir háskólamenntað fólk á höfuðborgasvæðinu á vegum VIRK starfsendurhæfingarsjóðs. 

30.5.2017 : Ríkið dæmt til að greiða ljósmæðrum vangoldin laun

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkinu hafi verið óheimilt að skerða laun fimm ljósmæðra, sem störfuðu á Landspítalanum á því tímabili sem verkfallsaðgerðir Ljósmæðrafélags Íslands stóðu yfir árið 2015, með þeim hætti sem gert var. Ríkinu beri að greiða ljósmæðrunum fjárhæðir sem nema hinni ólögmætu skerðingu ásamt dráttarvöxtum, auk málskostnaðar.

Fréttasafn


Vekjum athygli á

Breytingar á A-Deild

Breytingar á A-deild 1.júní 2017

Ályktanir aðalfundar BHM 2016

Ályktanir aðalfundar BHM 2017

Skoða ályktanir


Streymi og upptökur frá viðburðum BHM


Bandalag háskólamanna á facebook

Fylgstu með BHM á facebook!

Smelltu hér