Um BHM
BHM eru heildarsamtök 27 aðildarfélaga. Í aðildarfélögunum eru yfir 16 þúsund félagar með margvíslegan bakgrunn og sérfræðiþekkingu sem starfa á öllum sviðum samfélagsins. Í krafti fjöldans og fjölbreytninnar stendur BHM vörð um mikilvægi hugvits, sérfræðikunnáttu og menntunar.

Skrifstofa og þjónustuver
Þjónustuver BHM veitir félögum upplýsingar og aðstoð vegna umsókna um styrki úr sjóðum bandalagsins, umsókna um orlofshús og fleira.
Dæmigerðum erindum varðandi kjaramál og réttindi er yfirleitt sinnt af viðeigandi aðildarfélagi en ef þú ert í vafa getur þjónustuver BHM leiðbeint varðandi næstu skref.
Þjónustuver og skrifstofa BHM eru til húsa í Borgartúni 6. Síminn er 595-5100.

Fyrir fjölmiðla
Við leggjum áherslu á að svara spurningum og fyrirspurnum fjölmiðla hratt og örugglega. Eins er hér hægt að nálgast merki BHM og myndir af formanni sem geta nýst vel í umfjöllun um bandalagið.

BHM í tölum
BHM er á meðal fjölmennustu heildarsamtaka launafólks á íslenskum vinnumarkaði með rúmlega 16 þúsund félaga.