Styrkir og sjóðir
Félagar í BHM hafa aðgang að margvíslegum styrkjum og sjóðum. Sótt er um alla styrki gegnum Mínar síður.
Hvert stefnir þú?
Langar þig að fara í nám, á námskeið, ráðstefnur, málþing eða í fræðslu- og kynnisferðir? Starfsmenntunarsjóður BHM aðstoðar félagsfólk sitt að bæta við sig margvíslegri þekkingu. Möguleikarnir eru endalausir.
Meðferð á líkama og sál
Mikilvægi þess að huga vel að andlegri og líkamlegri heilsu verður seint metið til fjár. Styrkir koma sér samt alltaf vel. Félagar í Sjúkrasjóði BHM fá allt að 75.000 króna styrk vegna meðferðar hjá löggiltum heilbrigðisstarfsmanni.