Sjóðir og styrkir
Þjónustuver BHM veitir upplýsingar og aðstoð vegna umsókna
Félagsmenn aðildarfélaga BHM eiga aðild að eftirtöldum sjóðum en sjóðsaðild getur verið misjöfn eftir starfsvettvangi:
- Sjúkrasjóður - fyrir félagsmenn sem starfa á almennum vinnumarkaði.
- Styrktarsjóður - fyrir félagsmenn sem starfa á opinberum vinnumarkaði (hjá ríki, sveitarfélögum og stofnunum styrktum af almannafé).
- Orlofssjóður - fyrir félagsmenn á opinberum og almennum vinnumarkaði.
- Starfsmenntunarsjóður - fyrir félagsmenn á opinberum og almennum vinnumarkaði.
- Starfsþróunarsetur háskólamanna - fyrir einstaklinga, stofnanir, stéttarfélög og samningsaðila.
Sótt er um alla styrki gegnum Mínar síður BHM.
Sótt er um orlofskosti og tengd fríðindi á Orlofsvefnum.
Þjónustuver BHM
Þjónustuver BHM veitir félagsmönnum aðildarfélaga upplýsingar og aðstoð vegna umsókna um styrki úr sjóðum bandalagsins, umsókna um orlofskosti o.fl. Þjónustuverið er staðsett í Borgartúni 6 í Reykjavík (3. hæð) og opið mánudaga til fimmtudaga milli kl. 9:00 og 16:00, og föstudaga milli kl. 09:00 og 13:00.
- Sími:
595 5100 - Netfang: sjodir@bhm.is
Netspjall: Smelltu á hnappinn hér á síðunni