Jafnréttisviðburðir

BHM stendur reglubundið fyrir viðburðum þar sem leitast er við að fjalla um það sem hæst ber í umræðunni í jafnréttismálum hverju sinni.

Í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars 2024 var efnt til hádegisfundar á Hilton Reykjavík Nordica um málefni barnafjölskyldna og kvenna sérstaklega. Yfirskriftin var:

Hver ber ábyrgð? Af umönnunarbili, fæðingarorlofi og tekjutapi

Dagskrá:

  • Fæðingarorlof - reynsla, þróun og framtíðarsýn. Guðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf.
  • Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs barnafjölskyldna á Íslandi. Maya Staub, sérfræðingur hjá Vörðu rannsóknastofnun vinnumarkaðarins.
  • Barnið vex en brókin ekki. Halldóra Guðmundsdóttir, varaformaður Félags stjórnenda leikskóla.

Í pallborði sátu Anna Maria Milosz - skrifstofufulltrúi hjá Reykjavíkurborg , Guðný Björk Eydal - prófessor í félagsráðgjöf, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - hagfræðingur BSRB, Sveinlaug Sigurðardóttir - varaformaður Félags leikskólakennara.

Fundarstýra var Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM.

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars var efnt til hádegisfundar um stöðu kvenna af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Yfirskrift fundarins var:

Ryðjum brautina
Metum konur af erlendum uppruna að verðleikum

Að fundinum stóðu ASÍ, BHM, BSRB, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Fíh, Kvenréttindafélag Íslands, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja SSF og Kennarasamband Íslands.

Sköpum samfélag fyrir öll - málþing 24. október 2022

BHM bauð til málþings á Kvennafrídeginum 24. október 2022 þar sem rætt var hvernig við upprætum misrétti og ofbeldi á vinnumarkaði. Upptökur frá málþinginu og helstu niðurstöður þess er að finna hér.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt