Fréttir

Forysta BHM fundaði með forsætisráðherra - 23.6.2017

Forysta BHM átti í vikunni fund með forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, þar sem rætt var um stöðuna á vinnumarkaði í aðdraganda kjaraviðræðna 17 aðildarfélaga bandalagsins við ríkið. 

Lesa meira

Ýmsar leiðir til að greiða fyrir endurkomu fólks til vinnu í kjölfar áfalla - 8.6.2017

Á síðustu árum og áratugum hefur örorkulífeyrisþegum fjölgað verulega hér á landi. Árið 1986 voru þeir um 2,3% af mannafla á aldrinum 18 til 64 ára en árið 2015 var þetta hlutfall komið upp í um 8,5%. Svipuð þróun hefur orðið í nágrannalöndunum en útgjöld hins opinbera vegna örorku eru þó hlutfallslega hærri og öryrkjar hlutfallslega fleiri hér á landi en annars staðar. Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK starfsendurhæfingarsjóðs, ræddi orsakir þessarar þróunar og möguleg viðbrögð á fundi með fulltrúum BHM og aðildarfélaga í vikunni.

Lesa meira

Nýr ráðgjafi í starfsendurhæfingu fyrir háskólamenntað fólk á höfuðborgarsvæðinu - 1.6.2017

Guðný Júlía Gústafsdóttir hefur hafið störf sem ráðgjafi í starfsendurhæfingu fyrir háskólamenntað fólk á höfuðborgasvæðinu á vegum VIRK starfsendurhæfingarsjóðs. 

Lesa meira

Ríkið dæmt til að greiða ljósmæðrum vangoldin laun - 30.5.2017

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkinu hafi verið óheimilt að skerða laun fimm ljósmæðra, sem störfuðu á Landspítalanum á því tímabili sem verkfallsaðgerðir Ljósmæðrafélags Íslands stóðu yfir árið 2015, með þeim hætti sem gert var. Ríkinu beri að greiða ljósmæðrunum fjárhæðir sem nema hinni ólögmætu skerðingu ásamt dráttarvöxtum, auk málskostnaðar.

Lesa meira

Evrópuráðstefna félagsráðgjafa haldin hér á landi - 24.5.2017

Dagana 28. til 30. maí nk. stendur Félagsráðgjafafélag Íslands fyrir Evrópuráðstefnu félagsráðgjafa (IFSW European Conference) í Hörpu. Yfirskrift ráðstefnunnar er á ensku Marginalization and Social Work in a Changing Society eða Jaðarsetning í síbreytilegu samfélagi. 

Lesa meira

Settar verði skýrar reglur um starfsnám á háskólastigi - 23.5.2017

BHM og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hafa sent mennta- og menningarmálaráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni, bréf þar sem kallað er eftir því að ráðuneytið setji skýrar reglur um starfsnám á háskólastigi. 

Lesa meira

Breytingar á A-deild Brúar lífeyrissjóðs frá 1. júní - 23.5.2017

Breytingar verða á réttindaöflun sjóðfélaga í A-deild Brúar lífeyrissjóðs frá og með 1. júní næst komandi.  Breytingarnar hafa mismunandi áhrif á sjóðfélaga og eru þær gerðar vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Hefur sú lagabreyting áhrif á A-deild Brúar lífeyrissjóðs.

Lesa meira

Ályktanir aðalfundar BHM 2017 - 19.5.2017

Á aðalfundi Bandalags háskólamannna, sem haldinn var í gær, 18. maí, voru samþykktar eftirfarandi níu ályktanir um bætt kjör opinberra starfsmanna, jöfnun launamunar milli vinnumarkaða, kynbundinn launamun, lífeyrismál, menntunarákvæði gerðardóms frá 14. ágúst 2015, fjárframlög til menntamála, bætt vinnubrögð við kjarasamningagerð, Lánasjóð íslenskra námsmanna og húsnæðismál BHM.

Lesa meira

Kjörið í 17 trúnaðarstöður á aðalfundi - 19.5.2017

Kjörið var í alls 17 trúnaðarstöður innan Bandalags háskólamanna á aðalfundi þess sem haldinn var í gær, 18. maí. 

Lesa meira

Erum stödd í fjórðu iðnbyltingunni - 18.5.2017

Ávarp formanns BHM, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, í tilefni af aðalfundi BHM 2017.

Lesa meira

Skrifstofur BHM og sjóða lokaðar í dag vegna aðalfundar - 18.5.2017

Skrifstofur BHM og sjóða bandalagsins, að Borgartúni 6 í Reykjavík, verða lokaðar í dag vegna aðalfundar bandalagsins sem fram fer á Icelandair hótel Reykjavík Natura. Skrifstofurnar opna aftur kl. 9:00 árdegis föstudaginn 19. maí.

Lesa meira

BHM og LÍS semja um áframhaldandi samstarf - 17.5.2017

BHM og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hafa gert með sér nýjan samstarfssamning sem leysir af hólmi eldri samning aðila.

Lesa meira

Myndlistarmenn fái greitt fyrir vinnu sína - 5.5.2017

Bandalag háskólamanna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna kjarabaráttu Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Lesa meira

BHM kannar viðhorf félagsmanna til kjaramála og vinnuumhverfis - 3.5.2017

Bandalag háskólamanna (BHM) hefur falið fyrirtækinu Maskínu ehf. að gera rafræna könnun á viðhorfi félagsmanna aðildarfélaga til ýmissa þátta er lúta að kjaramálum, vinnuumhverfi og líðan á vinnustað. 

Lesa meira

BHM - öflugur málsvari háskólamenntaðs fólks - 1.5.2017

Árið 1923 var fyrst gengin kröfuganga á 1. maí á Íslandi en dagurinn varð lögskipaður frídagur á Íslandi árið 1972. Á þessum frídegi verkalýðsins 1. maí er fullt tilefni til að rifja upp hlutverk BHM en á næsta ári mun BHM halda upp á 60 ára afmæli.

Lesa meira

Fylkjum liði á 1. maí - 28.4.2017

BHM hvetur félagsmenn aðildarfélaga til að taka virkan þátt í hátíðarhöldum vegna baráttudags launafólks,1. maí. Á heimasíðu Alþýðusambands Íslands má finna dagskrá 1. maí hátíðarhalda um land allt.

Upplýsingar um væntanlegar breytingar á A-deild LSR - 28.4.2017

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) hefur birt á vef sínum upplýsingar fyrir sjóðfélaga um væntanlegar breytingar á réttindakerfi A-deildar sjóðsins. 

Lesa meira

BHM gerir ýmsar athugasemdir við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar - 27.4.2017

Bandalag háskólalamanna (BHM) hefur sent fjárlaganefnd Alþingis umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2018-2022.

Lesa meira

Virkjum þann auð sem býr í háskólamenntuðu fólki - 27.4.2017

Grein Ernu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra BHM, í Fréttablaðinu 27. apríl 2017.

Lesa meira

Andri Valur ráðinn lögmaður BHM - 26.4.2017

Andri Valur Ívarsson, lögfræðingur hdl., hefur verið ráðinn lögmaður Bandalags háskólamanna (BHM).

Lesa meira

Móttaka sjóða lokuð til kl. 15:00 í dag - 19.4.2017

Vegna starfsdags er móttaka sjóða BHM og Starfsþróunarseturs háskólamanna lokuð til kl. 15:00 í dag, 19. apríl. 

Lesa meira

VIRK augýsir eftir ráðgjafa á sviði starfsendurhæfingar - 10.4.2017

Virk logo_nytt_Litid

Mun sinna ráðgjöf við háskólamenntað fólk á höfuðborgarsvæðinu og hafa starfsstöð hjá BHM.

Lesa meira

Staða lögfræðings BHM laus til umsóknar - 3.4.2017

BHM óskar eftir að ráða öflugan lögfræðing til starfa hjá bandalaginu. 

Lesa meira

Þjónusta BHM og aðildarfélaga við félagsmenn á eftirlaunaaldri - 3.4.2017

Opinn hádegisfundur fag- og kynningarmálanefndar BHM 5. apríl Lesa meira

BHM gerir fyrirvara vegna breytinga á samþykktum LSR - 29.3.2017

Bandalag háskólamanna (BHM) hefur sent fjármála-  og efnahagsráðherra yfirlýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) sem unnið er að í samræmi við breytt lög um sjóðinn.

Lesa meira

Erna ráðin framkvæmdastjóri BHM - 15.3.2017

Erna-Gudmundsdottir

Stjórn Bandalags háskólamanna (BHM) hefur ráðið Ernu Guðmundsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra bandalagsins. Erna er fædd árið 1970 og hefur verið lögmaður BHM í um áratug eða frá árinu 2007.

Lesa meira

Fjölmenni og fjörugar umræður á stefnumótunarþingi BHM - 9.3.2017

Um eitthundrað fulltrúar aðildarfélaga BHM komu saman og ræddu áherslur og baráttumál bandalagsins á stefnumótunarþingi sem haldið var í Reykjavík í dag. Verkefni þingsins var að rýna og endurmeta núgildandi stefnu bandalagsins sem mótuð var og samþykkt á aðalfundi þess árið 2013.

Lesa meira

Öll störf eru kvennastörf! - 6.3.2017

Hádegisverðarfundur á Grand Hótel Reykjavík í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars 2017 kl. 11.45-13.00.

Lesa meira

Blásið til stefnumótunarþings 9. mars - 28.2.2017

Búast má við frjóum skoðanaskiptum og fjörugum umræðum á stefnumótunarþingi BHM sem haldið verður 9. mars nk. Lesa meira

Vinningshafi í iPad-leik BHM dreginn út - 15.2.2017

Daniel Már Bonilla, nemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, hlaut vinninginn iPad-leik Bandalags háskólamanna sem fram fór í tengslum við Framadaga háskólanna 2017. Formaður BHM, Þórunn Sveinbjarnardóttir, afhenti Daniel Má forláta iPad-spjaldtölvu í dag.

Lesa meira

Morgunverðarfundur um alþjóðaviðskiptasamninga og áhrif þeirra á launafólk - 9.2.2017

23. febrúar kl. 8:00 í húsakynnum BSRB að Grettisgötu 89 í Reykjavík

Lesa meira

BHM leitar að öflugum einstaklingi í starf framkvæmdastjóra bandalagsins - 6.2.2017

Umsóknarfrestur er til og með 14. febrúar nk.

Lesa meira

Búum betur að ungum vísindamönnum - 30.1.2017

Grein eftir Georg Brynjarsson, hagfræðing BHM, sem birtist í Fréttablaðinu 19. janúar 2017.

Lesa meira

Kaflaskil í lífeyrismálum opinberra starfsmanna - 30.12.2016

Áramótapistill formanns BHM, Þórunnar Sveinbjarnardóttur

Lesa meira

Skrifstofa BHM og sjóða lokuð á Þorláksmessu - 22.12.2016

Skrifstofa  BHM og sjóða bandalagsins verður lokuð á morgun, 23. desember. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 27. desember.

Lesa meira

Tilvísun til sameiginlegrar launastefnu ótímabær - 22.12.2016

BHM gerir athugasemdir við tvö atriði í frumvarpi til laga um kjararáð sem nú er til meðferðar á Alþingi en með því er stefnt að því að fækka verulega þeim sem kjararáð ákvarðar laun og önnur starfskjör. 

Lesa meira

BHM skorar á þingmenn að breyta LSR-frumvarpi - 20.12.2016

Bandalag háskólamanna sendi í dag öllum þingmönnum áskorun vegna frumvarps til breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) sem nú er til meðferðar á Alþingi.

Lesa meira

BHM væntir þess að Alþingi geri nauðsynlegar breytingar á LSR-frumvarpi - 15.12.2016

BHM telur að nýtt frumvarp til laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, sem nú liggur fyrir Alþingi, sé ekki í samræmi við samkomulag ríkis, sveitarfélaga og bandalaga opinberra starfsmanna sem undirritað var í september sl. Mikilvægt sé að frumvarpinu verði breytt í meðförum þingsins til að tryggja samræmi.

Lesa meira

Samkomulag við SA um hækkun mótframlags atvinnurekenda - 9.12.2016

Mótframlagið hækkar í 8,5% og í 10% frá 1. júlí 2017

Lesa meira

Mínar síður komnar í lag - 8.12.2016

Vegna bilunar í tölvubúnaði hafa Mínar síður á vef BHM (bhm.is) að mestu legið niðri undanfarinn sólarhring. Viðgerð er nú lokið og geta félagsmenn skráð sig inn á Mínum síðum, skoðað upplýsingar, sent inn umsóknir og gögn o.s.frv. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi bilun hefur valdið. Áður auglýstur frestur til að skila umsóknum og fylgigögnum til Styrktarsjóðs og Sjúkrasjóðs BHM hefur verið framlengdur til og með 11. desember nk. Athugið að ekki er veittur tiltekinn frestur (tiltekin dagsetning) til að skila umsóknum og fylgigögnum til Starfsmenntunarsjóðs og Starfsþróunarseturs háskólamanna.

Lesa meira

Afsakið hlé! - 8.12.2016

Vegna bilunar liggja Mínar síður hér á vef BHM niðri eins og sakir standa. Unnið er að viðgerð og er vonast til að hægt verði að ljúka henni innan skamms. Frestur til að skila inn umsóknum og/eða gögnum til Styrktarsjóðs og Sjúkrasjóðs BHM verður framlengdur en ekki liggur enn fyrir hver síðasti skiladagur verður. Vinsamlegast athugið að ekki er veittur tiltekinn frestur (tiltekin dagsetning) til að skila umsóknum og fylgigögnum til Starfsmenntunarsjóðs og Starfsþróunarseturs háskólamanna.

Lesa meira

,,Mínar síður" liggja niðri vegna bilunar - 6.12.2016

Vegna bilunar liggja Mínar síður hér á vef BHM niðri eins og sakir standa. Unnið er að viðgerð og er vonast til að hægt verði að opna að nýju fyrir aðgang að síðunum innan skamms.

Lesa meira

Frestur til að sækja um styrki úr Styrktarsjóði og Sjúkrasjóði er til og með 11. desember - 6.12.2016

Félagsmenn sem hyggjast sækja um styrki úr Styrktarsjóði eða Sjúkrasjóði BHM á árinu 2016 þurfa að skila umsóknum og fylgigögnum með rafrænum hætti eigi síðar en 11. desember nk. 

Lesa meira

Líflegar umræður á málþingi um nýtt samningalíkan - 14.11.2016

Fjölmenni var á málþingi BHM, Þjónustuskrifstofu FFSS og Norræna hússins um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga hér á landi sem haldið var sl. föstudag. 

Lesa meira

Úrskurðurinn til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði - 1.11.2016

Í tilefni af úrskurði kjararáðs 29. október sl. um laun forseta Íslands, þingfararkaup alþingismanna og launakjör ráðherra vill Bandalag háskólamanna (BHM) koma eftirfarandi á framfæri.

Lesa meira

BHM hvetur formenn stjórnmálaflokka til að beita sér fyrir lagasetningu um lífeyrismál - 26.10.2016

BHM hefur sent formönnum sjö stjórnmálaflokka bréf þar sem þeir eru hvattir til að beita sér fyrir því að breytt fyrirkomulag lífeyrismála opinberra starfsmanna verði lögfest um leið og nýtt þing kemur saman eftir kosningar. 

Lesa meira

Við nennum ekki að bíða lengur! - 24.10.2016

Ávarp Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM, á Austurvelli á Kvennafrídeginum 24. október 2016

Lesa meira

Kjarajafnrétti STRAX! - 24.10.2016

Yfirlýsing forystu verkalýðshreyfingarinnar vegna kvennafrís

Lesa meira

Skrifstofa BHM lokuð frá kl. 14:38 - 24.10.2016

Skrifstofa BHM verður lokuð í dag, 24. október, frá kl. 14:38 vegna kvennafrís.

Lesa meira
Síða 1 af 15