Fréttir

Gildistími gistimiða framlengdur - 1.12.2020

Til þess að koma til móts við þá sjóðfélaga Orlofssjóðs BHM sem keyptu gistimiða frá Keahótelum sl. sumar og gátu ekki nýtt þá hafa Keahótel ákveðið að framlengja gildistíma miðanna.

Lesa meira

Óljóst hvort opinberir greiningaraðilar uppfylli kröfur um hlutlægni - 1.12.2020

BHM styður tillögu um umbætur í hagrannsóknum hér á landi en tekur ekki afstöðu til þess hvort tilefni er til að setja á fót sérstaka ríkisstofnun til að sinna slíkum rannsóknum og ráðgjöf við stjórnvöld. Þetta kemur fram í umsögn BHM um frumvarp til laga um „Þjóðhagsstofnun“ sem sjö þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi.

Lesa meira

Þjónustan nýtist sem flestum sjóðfélögum Orlofssjóðs BHM - 30.11.2020

Orlofssjóður BHM mun ráðstafa auknu fé í niðurgreiðslur á hótelgistingu, flugfargjöldum, veiðikortum, útilegukortum og ýmsum gjafabréfum fyrir sjóðfélaga frá því sem verið hefur. Á móti verður dregið úr framboði orlofshúsa og íbúða á sumrin.

Lesa meira

Fylgjumst með því að desemberuppbót skili sér - 27.11.2020

Í öllum kjarasamningum aðildarfélaga BHM við aðila vinnumarkaðarins er ákvæði um persónuuppbót sem í daglegu tali er einnig kölluð desemberuppbót. 

Lesa meira

Trello verkefnastjórnunarkerfi - námskeið fyrir félagsmenn - 20.11.2020

BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga sinna upp á kennslumyndband um fyrstu skrefin við notkun Trello, í desember verða haldin tvö framhaldsnámskeið í Trello

Lesa meira

Stjórnvöld þurfa að ákveða viðmið fyrir grunnatvinnuleysisbætur - 16.11.2020

Umsögn BHM um frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um Ábyrgðasjóð launa. 151. löggjafarþing 2020-2021, 35. mál.

Lesa meira

Tilkynning frá Styrktarsjóði BHM - 12.11.2020

Stjórn Styrktarsjóðs BHM hefur samþykkt nýjar úthlutunarreglur og taka þær gildi frá og með fimmtudeginum 12. nóvember 2020. Greiðsla sjúkradagpeninga fyrir nóvembermánuð tekur mið af nýjum reglum.

Lesa meira

Tekjufallsstyrkir samþykktir á Alþingi - 10.11.2020

Hluti af fjölþættum aðgerðum sem farið var í að frumkvæði BHM

Lesa meira

Gildistími gistimiða framlengdur - 5.11.2020

Fosshótel Reykholti

Tilkynning frá Orlofssjóði BHM vegna gistimiða hjá Íslandshótelum

Lesa meira

Þegar karlar stranda – og leiðin í land, fyrirlestur með Sirrýju Arnardóttur - 4.11.2020

BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga sinna að hlýða á fyrirlestur Sirrýjar Arnardóttir Þegar karlar stranda  í streymi á streymissíðu BHM þann 12. nóvember næstkomandi kl. 15:00. Í kjölfarið vera umræður á Teams um efni bókarinnar og bjargráð. 

Lesa meira

Geislafræðingar sömdu við ríkið - 31.10.2020

Fulltrúar Félags geislafræðinga (FG) undirrituðu í gær nýjan kjarasamning við ríkið með fyrirvara um samþykki félagsmanna. 

Lesa meira

Nýr þjónustuvefur Orlofssjóðs BHM - 22.10.2020

Næstkomandi mánudag, 26. október, verður opnaður nýr þjónustuvefur Orlofssjóðs BHM sem leysa mun núverandi bókunarvef af hólmi. Nýi vefurinn er aðgengilegri og notendavænni en sá gamli og felur í sér bætta þjónustu við sjóðfélaga. Vinsamlegast athugið að núverandi bókunarvefur (bhm.fritimi.is) mun liggja niðri frá kl. 12:00 föstudaginn 23. október. 

Lesa meira

Ákveðið hefur verið að loka öllum orlofshúsum OBHM tímabundið - 21.10.2020

Stjórn Orlofssjóðs BHM hefur ákveðið að loka öllum orlofshúsum sjóðsins frá og með fimmtudeginum 22. október til og með mánudeginum 26. október vegna COVID-19 faraldursins.

Lesa meira

Áskorun til stjórnvalda frá Félagsráðgjafafélagi Íslands og fagdeild sjálfstætt starfandi félagsráðgjafa - 20.10.2020

Það var mikið fagnaðarefni þegar Alþingi samþykkti í vor að fella sálfræðiþjónustu og aðra klíníska viðtalsmeðferð undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Það urðu því mikil vonbrigði þegar í ljós kom nú í haust að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í þessa heilbrigðisþjónustu í fjármálaáætlun ríkisstjórarninnar til næstu ára.

Lesa meira

Fjölþættar aðgerðir kynntar í þágu listamanna - 16.10.2020

Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands ásamt fulltrúa BHM kynntu í dag stuðningsaðgerðir fyrir listamenn sem hafa orðið illa fyrir barðinu á COVID-kreppunni. Formaður BHM vonast til þess að aðgerðirnar komi til móts við þarfir þessa hóps. 

Lesa meira

Mikið tekjufall hjá listamönnum vegna COVID-kreppunnar - 16.10.2020

Um 80% svarenda í könnun sem BHM gerði nýlega meðal listamanna hafa orðið fyrir tekjufalli vegna COVID-kreppunnar. Helmingur þeirra hefur horft upp á tekjur sínar minnka um meira en 50% milli ára og tæplega fimmtungur um á bilinu 75–100%, sem jafna má til algers tekjuhruns. 

Lesa meira

COVID-kreppan kemur þungt niður á ungu fólki og erlendum ríkisborgurum - 15.10.2020

Efnahagskreppan af völdum kórónuveirufaraldursins hefur komið sérstaklega þungt niður á ungu fólki og erlendum ríkisborgurum hér á landi. Atvinnuleysi er afar mismunandi eftir landsvæðum og kynbundin áhrif COVID-kreppunnar hafa m.a. komið fram í hlutfallslega mikilli aukningu atvinnuleysis meðal kvenna með grunnskólapróf og í auknu álagi af ólaunaðri vinnu. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í fyrstu skýrslu sérfræðingahóps ASÍ, BHM og BSRB um efnahagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins sem birt er í dag. 

Lesa meira

BHM mótmælir uppsögnum hjá SÍ og dregur lögmæti þeirra í efa - 12.10.2020

BHM hefur sent forstjóra Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) bréf þar sem nýlegum uppsögnum stjórnenda hjá stofnuninni er mótmælt og lögmæti þeirra dregið í efa. Bandalagið skorar á stofnunina að draga uppsagnirnar til baka.

Lesa meira

Orlofssjóður BHM kemur til móts við sjóðsfélaga vegna þriðju bylgju Covid-19 - 6.10.2020

Hreðavatn hús 29

Afbókanir endurgreiddar og sjóðsfélagar minntir á að óheimilt er að nýta orlofshús í sóttkví 

Lesa meira

Þjónustuveri enn á ný lokað fyrir almennum heimsóknum - 4.10.2020

Í ljósi hertra samkomutakmarkana sem taka gildi á miðnætti, sbr. reglugerð heilbrigðisráðherra nr. 957/2020, verður þjónustuveri BHM lokað fyrir almennum heimsóknum frá og með mánudeginum 5. október. Ráðgjafar þjónustuvers sinna erindum gegnum síma, tölvupóst og netspjall. 

Lesa meira

„Við þurfum að vera virk í opinberri umræðu og taka þátt í að móta hugmyndirnar til þess að umskiptin verði sanngjörn“ - 1.10.2020

Þórunn Sveinbjarnardóttir

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tók þátt í málstofu um sanngjörn umskipti í loftslagsmálum

Lesa meira

Hver er þín stafræna hæfni? - 28.9.2020

Haefnihjolid

Starfsþróunarsetur háskólamanna bendir félagsmönnum á sjálfsmatspróf

Lesa meira

Skýrsla kjaratölfræðinefndar um samningalotuna 2019–2020 - 16.9.2020

Kjaratölfræðinefnd birti í dag fyrstu skýrslu sína en nefndin var skipuð á síðasta ári til að draga saman og vinna talnaefni um launa- og efnahagsmál til undirbúnings og eftirfylgni með kjarasamningum. BHM á fulltrúa í nefndinni.

Lesa meira

Sérfræðingahópur um mat á efnahagslegum áhrifum COVID-kreppunnar tekur til starfa - 16.9.2020

Heildarsamtök launafólks, ASÍ, BSRB og BHM, hafa skipað starfshóp sem falið er að leggja mat á efnahagsleg áhrif COVID-kreppunnar með áherslu á áhrifin á vinnumarkaðinn. Hópurinn mun gera tillögur um aðgerðir til að fyrirbyggja langtímaskaða af efnahagskreppunni og tryggja öfluga viðspyrnu þegar heimsfaraldurinn líður undir lok. Hópnum er ætlað að horfa sérstaklega til viðkvæmra og jaðarsettra hópa og fjalla um að hvaða leyti aðgerðir geta haft áhrif á jöfnuð og félagslegt réttlæti. Hópurinn tekur þegar til starfa.

Lesa meira

Ólögmæt afgreiðsla sveitarfélags á starfsumsókn félagsmanns - 9.9.2020

BHM fagnar áliti umboðsmanns Alþingis í máli félagsmanns aðildarfélags BHM þar sem um er að ræða mikilvæga túlkun á ákvæðum kjarasamninga um lausnarlaun.

Lesa meira

Þjónustuver BHM lokað í dag milli kl. 11:00 og 13:00 - 9.9.2020

Vegna framhaldsaðalfundar BHM sem haldinn er í dag, miðvikudaginn 9. september, verður Þjónustuverið lokað á þessum tíma.

Lesa meira

Gleðiefni að kröfum BHM var mætt um lengingu tekjutengdra atvinnuleysisbóta – nú þarf bara að hækka bæturnar - 2.9.2020

Umsögn BHM um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru (frekari aðgerðir vegna vinnumarkaðar).

 

Lesa meira

Launafólk sniðgengið við mat á efnahagslegum áhrifum sóttvarna - 28.8.2020

Bandalag háskólamanna, Alþýðusamband Íslands og BSRB hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem því er mótmælt að launafólk skuli ekki eiga fulltrúa í starfshópi fjármála- og efnahagsráðherra sem falið hefur verið að greina efnahagsleg áhrif sóttvarnaraðgerða.

Lesa meira

Félag íslenskra náttúrufræðinga auglýsir eftir sérfræðingi - 25.8.2020

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf á skrifstofu FÍN

Lesa meira

BHM vekur athygli á aukastyrk Starfsþróunarseturs háskólamanna vegna COVID-19 - 24.8.2020

Tímabundinn aukastyrkur vegna kostnaðar sem fæst ekki endurgreiddur vegna COVID-19

Lesa meira

Nýr formaður kosinn á aðalfundi SBU - 24.8.2020

Aðalfundur Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga fór fram föstudaginn 21. ágúst 2020

Lesa meira

FHSS gagnrýnir ákvörðun ráðherra um að stefna félagsmanni vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála - 21.8.2020

Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar mennta- og menningarmálaráðherra að stefna félagsmanni FHSS fyrir dóm til að freista þess að hnekkja niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.

Lesa meira

BHM kallar eftir tafarlausum aðgerðum til að bregðast við stöðunni á vinnumarkaði - 18.8.2020

BHM skorar á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar. Einnig vill bandalagið að grunnupphæð atvinnuleysisbóta verði hækkuð. Þá telur bandalagið mikilvægt að atvinnuleitendum verði gert kleift að stunda nám á næstu misserum án þess að það skerði rétt þeirra til atvinnuleysisbóta. Loks telur BHM brýnt að stjórnvöld grípi til sértækra aðgerða til að tryggja listafólki framfærslu.

Lesa meira
Síða 1 af 22