Fréttir

„Hættum að laga konur. Lögum samfélagið!“ - 17.4.2018

Breyta þarf jafnréttislögum þannig að vinnustaðir sem ekki vinna markvisst að forvörnum og að því að uppræta kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni og annað ofbeldi verði sektaðir. Þetta er meðal niðurstaðna fundar sem heildarsamtök launafólks ásamt Kvenréttindafélagi Íslands efndu til með #metoo-konum hinn 10. febrúar sl. á Hótel Reykjavík Natura. 

Lesa meira

Broszura z instrukcją w sprawie molestowania i przemocy na tle płciowym i seksualnym w miejscu pracy - 11.4.2018

BHM we współpracy z innymi organizacjami pracowników w Islandii, The Equal Status Council (Radą ds. Równego Statusu) i The Centre for Gender Equality (Centrum ds. Równości Płci), wydała wytyczne dotyczące molestowania i przemocy na tle płciowym i seksualnym w miejscu pracy.

Lesa meira

Ávinningur af háskólanámi þarf að vera meiri - 10.4.2018

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, flutti ávarp við setningu 7. þings Kennarasambands Íslands (KÍ) sem hófst í dag og stendur fram á föstudag.

Lesa meira

Kaldar kveðjur heilbrigðisráðherra til ljósmæðra - 10.4.2018

Yfirlýsing frá Ljósmæðrafélagi Íslands (LMFÍ) og Bandalagi háskólamanna (BHM)

Lesa meira

Námskeið um lífeyrismál við starfslok hjá Brú lífeyrissjóði - 6.4.2018

Næstkomandi miðvikudag, 11. apríl, verða haldin þrjú námskeið á vegum Brúar lífeyrissjóðs um lífeyrisréttindi við starfslok. 

Lesa meira

Booklet on Gender-based and Sexual Harassment and Violence - 5.4.2018

BHM has, in cooperation with other organizations of workers in Iceland, The Equal Status Council and The Centre for Gender Equality, issued guidelines on sexual and gender-based 
harassment and violence in the workplace. 

Lesa meira

Leiðbeiningarrit um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi - 5.4.2018

BHM hefur í samvinnu við önnur heildarsamtök launafólks hér á landi, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu, gefið út leiðbeiningarrit um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Lesa meira

BHM ekki boðið sæti í verkefnastjórn um endurskoðun laga um LÍN - 26.3.2018

Formaður BHM, Þórunn Sveinbjarnardóttir, hefur ritað mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, bréf þar sem lýst er vonbrigðum með að BHM eigi ekki fulltrúa í nýskipaðri verkefnastjórn um endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN).

Lesa meira

Skrifstofa BHM verður lokuð miðvikudaginn 21. mars frá 8:00 til 13:30 - 20.3.2018

Skrifstofa Bandalags háskólamanna að Borgartúni 6 í Reykjavík verður lokuð milli kl. 8:00 og 13:30 miðvikudaginn 21. mars vegna fræðslu fyrir starfsmenn um ný persónuverndarlög. Þessi lokun nær einnig til þjónustuvers BHM.

Lesa meira

Uppstillingarnefnd óskar eftir framboðum í embætti innan BHM - 20.3.2018

Kosið verður í ýmis embætti innan BHM á aðalfundi bandalagsins sem haldinn verður haldinn 8. maí nk. Uppstillingarnefnd BHM óskar eftir áhugasömum félagsmönnum til að taka þátt í að byggja bandalagið upp til framtíðar.

Lesa meira

Launamunur milli kynja dregst saman - 9.3.2018

Íslenskar konur voru að jafnaði með 6,6% lægri laun en karlar árið 2008 en munurinn var 4,5% árið 2016, samkvæmt rannsókn Hagstofu Íslands á launamun kynjanna sem unnin var í samvinnu við aðgerðarhóp stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti. Óskýrður launamunur milli kynja var að jafnaði 3,6% á tímabilinu 2014–2016 en 4,8% á tímabilinu 2008–2010. Með óskýrðum launamun er átt við þann mun sem mælist á launum kynjanna eftir að búið er að leiðrétta launamun út frá ýmsum skýringarþáttum.

Lesa meira

Til hamingju með daginn konur! - 8.3.2018

8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna.

Lesa meira

Auglýst eftir framboðum til formanns Fræðagarðs - 5.3.2018

Auglýst hefur verið eftir framboðum til formanns Fræðagarðs í samræmi við breytingar á lögum félagsins sem samþykktar voru á nýafstöðnum aðalfundi þess. Samkvæmt lögunum skulu félagsmenn kjósa formann í rafrænni kosningu til fjögurra ára í senn en hingað til hefur formaður verið kjörinn á aðalfundi til tveggja ára. 

Lesa meira

BHM og LÍS fræða háskólanema um vinnumarkaðs- og geðheilbrigðismál - 28.2.2018

Bandalag háskólamanna BHM) og Landssamband íslenskra stúdenta (LÍS) efna á næstunni til sameiginlegra fræðslufunda fyrir háskólanema um málefni sem varða vinnumarkað, atvinnuþátttöku ungs fólks og geðheilbrigðismál stúdenta. Um er að ræða þrjá hádegisfundi sem fara fram á Háskólatorgi (Litla-torgi) í Háskóla Íslands dagana 6., 8. og 13. mars.

Lesa meira

Félagsmenn fjórtán aðildarfélaga BHM samþykkja nýgerða kjarasamninga - 20.2.2018

Félagsmenn fjórtán aðildarfélaga BHM hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga við ríkið sem gilda á tímabilinu 1. september 2017 til 31. mars 2019.

Lesa meira

BHM fundar með Vinnumálastofnun vegna stöðu háskólamenntaðra atvinnuleitenda - 16.2.2018

Þrátt fyrir að efnahagsástand sé almennt gott um þessar mundir og atvinnuleysi sé í heild lítið í sögulegu samhengi er enn töluvert atvinnuleysi meðal háskólafólks. Á næstunni mun BHM funda með fulltrúum Vinnumálastofnunar til að greina stöðuna og fara yfir þau úrræði sem stofnunin býður háskólamenntuðum atvinnuleitendum.

Lesa meira

Starfshópur forsætisráðherra leggur til að kjararáð verði lagt niður - 15.2.2018

Starfshópur um málefni kjararáðs, sem forsætisráðherra skipaði hinn 23. janúar sl., leggur til að horfið verði frá því að úrskurða í kjararáði um laun þjóðkjörinna fulltrúa, æðstu embættismanna, ráðherra og annarra sem undir ráðið heyra.

Lesa meira

Yfirlýsing þriggja ráðherra í tengslum við kjarasamninga aðildarfélaga BHM við ríkið - 14.2.2018

Yfirlysing-rh-til-BHM---12feb2018

Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra hafa undirritað sérstaka yfirlýsingu í tengslum við kjarasamninga sautján aðildarfélaga BHM við ríkið. 

Lesa meira

Tólf aðildarfélög BHM undirrita kjarasamninga við ríkið - 5.2.2018

Tólf aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) hafa undirritað nýja kjarasamninga við ríkið. Um er að ræða Dýralæknafélag Íslands (DÍ), Félag íslenskra félagsvísindamanna (FÍF), Félag lífeindafræðinga (FL), Félag sjúkraþjálfara (FS), Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS), Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ), Fræðagarð (FRG), Iðjuþjálfafélag Íslands (IÞÍ), Sálfræðingafélag Íslands (SÍ), Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga (SBU), Stéttarfélag lögfræðinga (SL) og Þroskaþjálfafélag Íslands (ÞÍ). 

Lesa meira

Samtal við #metoo konur – Hvað getum við gert? - 30.1.2018

Heildarsamtök launafólks og Kvenréttindafélag Íslands bjóða #metoo konum til samtals um næstu skref byltingarinnar. Fundurinn verður þann 10. febrúar næstkomandi milli klukkan 10 og 14 á Hótel Natura í þingsal 2.

Lesa meira

Launaþróun undanfarinna ára og kjararáð rædd á uppýsingafundi - 27.1.2018

BHM stóð fyrir opnum upplýsingafundi í gær þar sem fjallað var um launaþróun undanfarin ár og fyrirkomulag launaákvarðana kjörinna fulltrúa og embættismanna hér á landi.

Lesa meira

Áhugaverð námskeið í boði á vorönn 2018 - 26.1.2018

BHM býður kjörnum fulltrúum aðildarfélaga, starfsmönnum þeirra, trúnaðarmönnum og almennum félagsmönnum að sækja áhugaverð námskeið á vorönn 2018. Meðal annars verður boðið upp á námskeið um efnahagsumhverfi kjarasamninga, vinnutengda streitu, einelti á vinnustað og undirbúning starfsloka, svo dæmi séu nefnd. Námskeiðin eru opin félagsmönnum aðildarfélaga án endurgjalds. 

Lesa meira

Umsóknir um orlofskosti - páskar og sumar 2018 - 25.1.2018

Orlofssjóður BHM hefur opnað fyrir umsóknir um orlofskosti innanlands um páskana og orlofskosti erlendis í sumar. Opnað verður fyrir umsóknir um orlofskosti innanlands í sumar þann 1. febrúar nk

Lesa meira

Nýr ráðgjafi í þjónustuveri BHM - 18.1.2018

Gauti Skúlason hefur verið ráðinn ráðgjafi sjóða hjá Bandalagi háskólamanna. Lesa meira

Þjónustuver BHM tekur til starfa - 15.1.2018

Bandalag háskólamanna hefur sett á stofn þjónustuver sem veitir félagsmönnum aðildarfélaga upplýsingar og aðstoð vegna umsókna um styrki úr sjóðum bandalagsins, umsókna um orlofskosti o.fl. Það er staðsett í Borgartúni 6 í Reykjavík (3. hæð) og hefur þegar tekið til starfa.

Lesa meira

Skrifstofa BHM lokuð eftir hádegi í dag - 11.1.2018

Skrifstofa BHM og sjóða bandalagsins verður lokuð eftir hádegi í dag, 11. janúar, vegna skipulagsbreytinga og flutninga innanhúss. 

Lesa meira

Sameiginleg viljayfirlýsing stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum - 11.1.2018

Fulltrúar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins undirrituðu í dag sameiginlega viljayfirlýsingu um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Lesa meira

Breytingar á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs og Sjúkrasjóðs - 8.1.2018

Um nýliðin áramót tóku gildi nokkrar breytingar á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs og Sjúkrasjóðs. 

Lesa meira

Nýr fræðslu- og jafnréttisfulltrúi BHM - 8.1.2018

Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir hefur verið ráðin fræðslu- og jafnréttisfulltrúi BHM. 

Lesa meira

Komið verði til móts við réttmætar og sanngjarnar kröfur félaganna - 29.12.2017

Yfirlýsing BHM í tilefni af fundi stjórnvalda með aðilum vinnumarkaðarins 29. desember 2017. Lesa meira

Konur í verkalýðshreyfingunni krefjast aðgerða gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni - 13.12.2017

Konur í verkalýðshreyfingunni hafa sent forystu allra heildarsamtaka launafólks hér á landi bréf þar sem þess er m.a. krafist að samtökin stórefli fræðslu um jafnrétti fyrir starfsmenn verkalýðshreyfingarinnar, setji reglur um öryggi fólks á vinnustöðum og í félagsstarfi hreyfingarinnar og móti áætlun um viðbrögð ef upp koma dæmi um kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni eða annað ofbeldi.

Lesa meira

Styrkfjárhæðir miðast almennt við 12 mánaða tímabil en ekki almanaksárið - 8.12.2017

Að gefnu tilefni skal félagsmönnum aðildarfélaga BHM sem greiða í Sjúkrasjóð eða Styrktarsjóð bent á að styrkfjárhæðir miðast nú almennt við 12 mánaða tímabil en ekki almanaksárið eins og áður var. 

Lesa meira

Metum menntun til launa – ólíkar leiðir Önnu og Berglindar á vinnumarkaði - 4.12.2017

Anna og Berglind velja ólíkar leiðir á vinnumarkaði. Anna byrjar frekar ung að vinna en Berglind ekki fyrr en að loknu langskólanámi. Horfðu á myndbandið til að kynnast þeim Önnur og Berglindi betur.

Lesa meira

Áskorun 17 aðildarfélaga BHM til ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur - 1.12.2017

Sautján aðildarfélög BHM, sem nú eiga í kjaraviðræðum við ríkið, hafa sent áskorun til ríkisstjórnar Íslands vegna stöðu viðræðnanna. Skorað er á ríkisstjórnina að ganga tafarlaust til kjarasamninga við félögin.

Lesa meira

Morgunverðarfundur fyrir félagsmenn BHM-17 - 28.11.2017

BHM og þau sautján aðildarfélög bandalagsins sem nú eiga í kjaraviðræðum við ríkið hafa ákveðið að boða til sameiginlegs fundar fyrir félagsmenn þar sem kjaramálin verða til umræðu. Fundurinn verður haldinn nk. föstudag, 1. desember, á Grand hótel Reykjavík milli kl. 8:30 og 9:30 (morgunverður frá kl. 8:00). 

Lesa meira

Húsfyllir á ráðstefnu BHM um fjórðu iðnbyltinguna - 24.11.2017

Húsfyllir var á ráðstefnu sem BHM efndi til í Hörpu í gær undir yfirskriftinni ,,Misstu ekki af framtíðinni - áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað háskólamenntaðra". Þar var fjallað um þær samfélagslegu breytingar sem tækniframfarir, s.s. gervigreind og sjálfvirknivæðing, munu hafa í för með sér á næstu árum og áratugum. 

Lesa meira

Skrifstofa BHM verður lokuð fyrir hádegi fimmtudaginn 23. nóvember - 22.11.2017

Skrifstofa BHM og sjóða bandalagsins verður lokuð milli kl. 9:00 og 12:30 á morgun, 23. nóvember, vegna ráðstefnu bandalagsins Misstu ekki af framtíðinni í Hörpu.  Lesa meira

Rjúfum þögnina! - 22.11.2017

Yfirlýsing frá samtökum launafólks vegna umræðu um kynferðislega áreitni og ofbeldi gegn konum á vinnustöðum.

Lesa meira

Framtíð starfa rædd á ráðstefnu Norræna verkalýðssambandsins - 15.11.2017

Rúmlega eitthundrað fulltrúar stéttarfélaga, heildarsamtaka launafólks, opinberra stofnana og fleiri aðila frá öllum Norðurlöndunum sóttu í vikunni ráðstefnu um vinnumarkað framtíðarinnar í Stokkhólmi. Ráðstefnan var haldin á vegum Norræna verkalýðssambandsins (Nordens fackliga samorganisation – NFS) og bar yfirskriftina „The Future of Work: Labour, Just a click away?“. 

Lesa meira

Framkvæmdir á þriðju hæð í Borgartúni 6 - 3.11.2017

Unnið er að breytingum á þriðju hæð í Borgartúni 6 þar sem BHM og nokkur aðildarfélög hafa aðsetur. Lesa meira

Ný stefna BHM samþykkt á aukaaðalfundi - 2.11.2017

Á aukaaðalfundi BHM, sem haldinn var í gær, 1. nóvember 2017, var samþykkt ný stefna fyrir bandalagið. Hún leysir af hólmi áður gildandi stefnu sem samþykkt var á aðalfundi bandalagsins árið 2013.

Lesa meira

Aukaaðalfundur BHM lýsir þungum áhyggjum af stöðu kjaraviðræðna - 1.11.2017

Aukaaðalfundur BHM, sem haldinn var í dag, 1. nóvember 2017, samþykkti ályktun þar sem lýst er þungum áhyggjum af stöðu kjaraviðræðna 17 aðildarfélaga bandalagsins við ríkið og þess krafist að gengið verði tafarlaust til samninga. 

Lesa meira

Lokað eftir hádegi í dag vegna aukaaðalfundar BHM - 1.11.2017

Skrifstofa BHM verður lokuð í dag eftir hádegi (frá kl. 12:00) vegna aukaaðalfundar bandalagsins. Skrifstofan opnar að nýju fimmtudaginn 2. nóvember kl. 9:00.
Lesa meira

Stjórnvöld verða að bregðast við fyrirsjáanlegum skorti á háskólamenntuðum heilbrigðisstarfsmönnum - 26.10.2017

BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem stjórnvöld eru hvött til að grípa nú þegar til aðgerða til að bregðast við fyrirsjáanlegum skorti á hjúkrunarfræðingum, lífeindafræðingum, ljósmæðrum, geislafræðingum og öðrum háskólamenntuðum sérfræðingum innan heilbrigðiskerfisins.  Lesa meira

Kjarasamningur 14 aðildarfélaga BHM við SA undirritaður - 23.10.2017

Í dag, 23. október, var undirritaður nýr ótímabundinn kjarasamningur milli annars vegar 14 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna og hins vegar Samtaka atvinnulífsins. Samningurinn byggir á fyrri kjarasamningi aðila, frá árinu 2011. 

Lesa meira

Forysta BHM fundar með fulltrúum stjórnmálaflokkanna - 17.10.2017

Forysta BHM átti í dag fundi með annars vegar formanni Sjálfstæðisflokksins og hins vegar forystu Bjartrar framtíðar þar sem farið var yfir stöðuna á vinnumarkaði í aðdraganda kosninga. Á næstunni mun forysta BHM eiga hliðstæða fundi með fulltrúum annarra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í alþingiskosningunum 28. október nk.

 

Lesa meira

Blásið til aukaaðalfundar BHM 1. nóvember - 12.10.2017

Boðað hefur verið til aukaaðalfundar BHM hinn 1. nóvember nk. til að afgreiða tillögur að nýrri stefnu bandalagsins.

Lesa meira

Námskeið fyrir félagsmenn norðan heiða - 4.10.2017

Að venju býður BHM félagsmönnum aðildarfélaga á Norðurlandi upp á námskeið í samstarfi við Akureyrarbæ. Á haustönn 2017 verða þrjú námskeið í boði.

Lesa meira

Do you know your rights on the Icelandic labour market? - 26.9.2017

BHM is inviting members of its unions, who do not have Icelandic as their first language, to attend a Basic Course on Employee Rights and BHM Funds. It will be held on the 19th of October at Borgartún 6, Reykjavík (3rd floor).
Lesa meira
Síða 1 af 16