Fréttir

Forysta BHM fundar með fulltrúum stjórnmálaflokkanna - 17.10.2017

Forysta BHM átti í dag fundi með annars vegar formanni Sjálfstæðisflokksins og hins vegar forystu Bjartrar framtíðar þar sem farið var yfir stöðuna á vinnumarkaði í aðdraganda kosninga. Á næstunni mun forysta BHM eiga hliðstæða fundi með fulltrúum annarra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í alþingiskosningunum 28. október nk.

 

Lesa meira

Blásið til aukaaðalfundar BHM 1. nóvember - 12.10.2017

Boðað hefur verið til aukaaðalfundar BHM hinn 1. nóvember nk. til að afgreiða tillögur að nýrri stefnu bandalagsins.

Lesa meira

Námskeið fyrir félagsmenn norðan heiða - 4.10.2017

Að venju býður BHM félagsmönnum aðildarfélaga á Norðurlandi upp á námskeið í samstarfi við Akureyrarbæ. Á haustönn 2017 verða þrjú námskeið í boði.

Lesa meira

Do you know your rights on the Icelandic labour market? - 26.9.2017

BHM is inviting members of its unions, who do not have Icelandic as their first language, to attend a Basic Course on Employee Rights and BHM Funds. It will be held on the 19th of October at Borgartún 6, Reykjavík (3rd floor).
Lesa meira

Útgáfu rits um sögu Orlofssjóðs BHM fagnað - 8.9.2017

Út er komið yfirlitsrit um sögu Orlofssjóðs BHM eftir Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðing. Stjórn sjóðsins fagnaði útgáfunni í gær ásamt starfsfólki BHM, fulltrúum aðildarfélaga, fyrrverandi stjórnarmönnum og velunnurum sjóðsins.

Lesa meira

Orð ráðherra gefa fyrirheit um kjarabætur til handa félagsmönnum - 6.9.2017

Yfirlýsing frá Bandalagi háskólamanna vegna blaðamannafundar fjármála- og efnahagsráðherra. Lesa meira

Fjölbreytt úrval námskeiða á haustönn - 29.8.2017

BHM býður kjörnum fulltrúum og starfsmönnum aðildarfélaga, trúnaðarmönnum og almennum félagsmönnum upp á fjölbreytt úrval námskeiða á haustönn 2017.

Lesa meira

Köld kveðja til ljósmæðra - 25.8.2017

Íslenska ríkið hefur óskað eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ljósmæðra frá 30. maí sl. Þar var ríkið dæmt til að greiða fimm ljósmæðrum vangoldin laun fyrir vinnu sem þær inntu af hendi meðan á verkfalli Ljósmæðrafélags Íslands stóð vorið 2015. Áfrýjunarbeiðnin er köld kveðja til ljósmæðrastéttarinnar sem um þessar mundir er að búa sig undir að hefja kjaraviðræður við ríkið. 

Lesa meira

BHM átelur seinagang samninganefndar ríkisins - 23.8.2017

Yfirlýsing frá Bandalagi háskólamanna vegna undirbúnings kjaraviðræðna 17 aðildarfélaga bandalagsins við ríkið. Lesa meira

Forystufólk norrænna samtaka háskólafólks fundaði hér á landi - 17.8.2017

 Árlegur samráðsfundur forystufólks samtaka háskólafólks á Norðurlöndum var haldinn í dag á Hótel Grímsborgum í Grímsnesi. 

 

Lesa meira

Mikill meirihluti félagsmanna hlynntur því að stytta vinnuvikuna - 16.8.2017

Um 92% svarenda í könnun sem nýlega var gerð meðal félagsmanna aðildarfélaga BHM eru hlynnt því að vinnuvikan verði stytt í 37,5 stundir ef það skerðir ekki kjör þeirra.

Lesa meira

Nýr ráðgjafi sjóða hjá BHM - 11.8.2017

Helgi Dan Stefánsson hefur hafið störf  sem ráðgjafi sjóða hjá Bandalagi háskólamanna.

Lesa meira

Meirihluti félagsmanna telur álag í starfi of mikið - 10.8.2017

Um tveir þriðju svarenda í könnun sem nýlega var gerð meðal félagsmanna aðildarfélaga BHM telja að álag þeirra í starfi sé of mikið en tæplega þriðjungur telur það vera hæfilegt. Rúmlega helmingur svarenda er andvígur hækkun lífeyristökualdurs í áföngum úr 67 árum í 70 ár.

Lesa meira

Mikilvægt að efla nýsköpun í opinberum rekstri - 9.8.2017

BHM tekur undir sjónarmið sem fram koma í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um nauðsyn þess að efla nýsköpun í opinberum rekstri.

Lesa meira

Fimmtungur telur að snjalltæki frá vinnuveitanda hafi mikil áhrif á einkalíf - 13.7.2017

Um þriðjungur svarenda í könnun sem gerð var meðal félagsmanna aðildarfélaga BHM hefur snjalltæki (snjallsíma, spjaldtölvu og/eða snjallúr) til umráða frá vinnuveitanda sínum. Meira en helmingur þessara félagsmanna fær oft einhvers konar skilaboð vegna vinnunnar í snjalltækið utan hefðbundins vinnutíma. Fimmtungur telur að tækið hafi mikil áhrif á hvíldartíma sinn eða samskipti við fjölskyldu og vini.

Lesa meira

Um launastefnu ríkis og afturvirkt kjararáð - 12.7.2017

„Félagsmenn horfa að sjálfsögðu til ákvarðana kjararáðs við mótun kröfugerðar. Þá hefur Læknafélag Íslands nýlega gert kjarasamning við ríkið þar sem þó nokkrar launahækkanir eru faldar í breyttri launatöflu. Þetta eru gleðifréttir fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM sem starfa hjá ríkinu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, m.a. í grein í Fréttablaðinu í dag.

Lesa meira

Vinnumálstofnun bregst við dómi Hæstaréttar um bótatímabil atvinnuleysistrygginga - 27.6.2017

Vinnumálastofnun hefur gripið til ráðstafana til að bregðast við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands frá 1. júní sl. þess efnis að Alþingi hafi verið óheimilt að skerða bótatímabil atvinnuleysistrygginga hjá þeim einstaklingum sem höfðu virkjað rétt sinn til atvinnuleysisbóta fyrir 1. janúar 2015.

Lesa meira

Forysta BHM fundaði með forsætisráðherra - 23.6.2017

Forysta BHM átti í vikunni fund með forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, þar sem rætt var um stöðuna á vinnumarkaði í aðdraganda kjaraviðræðna 17 aðildarfélaga bandalagsins við ríkið. 

Lesa meira

Ýmsar leiðir til að greiða fyrir endurkomu fólks til vinnu í kjölfar áfalla - 8.6.2017

Á síðustu árum og áratugum hefur örorkulífeyrisþegum fjölgað verulega hér á landi. Árið 1986 voru þeir um 2,3% af mannafla á aldrinum 18 til 64 ára en árið 2015 var þetta hlutfall komið upp í um 8,5%. Svipuð þróun hefur orðið í nágrannalöndunum en útgjöld hins opinbera vegna örorku eru þó hlutfallslega hærri og öryrkjar hlutfallslega fleiri hér á landi en annars staðar. Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK starfsendurhæfingarsjóðs, ræddi orsakir þessarar þróunar og möguleg viðbrögð á fundi með fulltrúum BHM og aðildarfélaga í vikunni.

Lesa meira

Nýr ráðgjafi í starfsendurhæfingu fyrir háskólamenntað fólk á höfuðborgarsvæðinu - 1.6.2017

Guðný Júlía Gústafsdóttir hefur hafið störf sem ráðgjafi í starfsendurhæfingu fyrir háskólamenntað fólk á höfuðborgasvæðinu á vegum VIRK starfsendurhæfingarsjóðs. 

Lesa meira

Ríkið dæmt til að greiða ljósmæðrum vangoldin laun - 30.5.2017

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkinu hafi verið óheimilt að skerða laun fimm ljósmæðra, sem störfuðu á Landspítalanum á því tímabili sem verkfallsaðgerðir Ljósmæðrafélags Íslands stóðu yfir árið 2015, með þeim hætti sem gert var. Ríkinu beri að greiða ljósmæðrunum fjárhæðir sem nema hinni ólögmætu skerðingu ásamt dráttarvöxtum, auk málskostnaðar.

Lesa meira

Evrópuráðstefna félagsráðgjafa haldin hér á landi - 24.5.2017

Dagana 28. til 30. maí nk. stendur Félagsráðgjafafélag Íslands fyrir Evrópuráðstefnu félagsráðgjafa (IFSW European Conference) í Hörpu. Yfirskrift ráðstefnunnar er á ensku Marginalization and Social Work in a Changing Society eða Jaðarsetning í síbreytilegu samfélagi. 

Lesa meira

Settar verði skýrar reglur um starfsnám á háskólastigi - 23.5.2017

BHM og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hafa sent mennta- og menningarmálaráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni, bréf þar sem kallað er eftir því að ráðuneytið setji skýrar reglur um starfsnám á háskólastigi. 

Lesa meira

Breytingar á A-deild Brúar lífeyrissjóðs frá 1. júní - 23.5.2017

Breytingar verða á réttindaöflun sjóðfélaga í A-deild Brúar lífeyrissjóðs frá og með 1. júní næst komandi.  Breytingarnar hafa mismunandi áhrif á sjóðfélaga og eru þær gerðar vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Hefur sú lagabreyting áhrif á A-deild Brúar lífeyrissjóðs.

Lesa meira

Ályktanir aðalfundar BHM 2017 - 19.5.2017

Á aðalfundi Bandalags háskólamannna, sem haldinn var í gær, 18. maí, voru samþykktar eftirfarandi níu ályktanir um bætt kjör opinberra starfsmanna, jöfnun launamunar milli vinnumarkaða, kynbundinn launamun, lífeyrismál, menntunarákvæði gerðardóms frá 14. ágúst 2015, fjárframlög til menntamála, bætt vinnubrögð við kjarasamningagerð, Lánasjóð íslenskra námsmanna og húsnæðismál BHM.

Lesa meira

Kjörið í 17 trúnaðarstöður á aðalfundi - 19.5.2017

Kjörið var í alls 17 trúnaðarstöður innan Bandalags háskólamanna á aðalfundi þess sem haldinn var í gær, 18. maí. 

Lesa meira

Erum stödd í fjórðu iðnbyltingunni - 18.5.2017

Ávarp formanns BHM, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, í tilefni af aðalfundi BHM 2017.

Lesa meira

Skrifstofur BHM og sjóða lokaðar í dag vegna aðalfundar - 18.5.2017

Skrifstofur BHM og sjóða bandalagsins, að Borgartúni 6 í Reykjavík, verða lokaðar í dag vegna aðalfundar bandalagsins sem fram fer á Icelandair hótel Reykjavík Natura. Skrifstofurnar opna aftur kl. 9:00 árdegis föstudaginn 19. maí.

Lesa meira

BHM og LÍS semja um áframhaldandi samstarf - 17.5.2017

BHM og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hafa gert með sér nýjan samstarfssamning sem leysir af hólmi eldri samning aðila.

Lesa meira

Myndlistarmenn fái greitt fyrir vinnu sína - 5.5.2017

Bandalag háskólamanna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna kjarabaráttu Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Lesa meira

BHM kannar viðhorf félagsmanna til kjaramála og vinnuumhverfis - 3.5.2017

Bandalag háskólamanna (BHM) hefur falið fyrirtækinu Maskínu ehf. að gera rafræna könnun á viðhorfi félagsmanna aðildarfélaga til ýmissa þátta er lúta að kjaramálum, vinnuumhverfi og líðan á vinnustað. 

Lesa meira

BHM - öflugur málsvari háskólamenntaðs fólks - 1.5.2017

Árið 1923 var fyrst gengin kröfuganga á 1. maí á Íslandi en dagurinn varð lögskipaður frídagur á Íslandi árið 1972. Á þessum frídegi verkalýðsins 1. maí er fullt tilefni til að rifja upp hlutverk BHM en á næsta ári mun BHM halda upp á 60 ára afmæli.

Lesa meira

Fylkjum liði á 1. maí - 28.4.2017

BHM hvetur félagsmenn aðildarfélaga til að taka virkan þátt í hátíðarhöldum vegna baráttudags launafólks,1. maí. Á heimasíðu Alþýðusambands Íslands má finna dagskrá 1. maí hátíðarhalda um land allt.

Upplýsingar um væntanlegar breytingar á A-deild LSR - 28.4.2017

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) hefur birt á vef sínum upplýsingar fyrir sjóðfélaga um væntanlegar breytingar á réttindakerfi A-deildar sjóðsins. 

Lesa meira

BHM gerir ýmsar athugasemdir við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar - 27.4.2017

Bandalag háskólalamanna (BHM) hefur sent fjárlaganefnd Alþingis umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2018-2022.

Lesa meira

Virkjum þann auð sem býr í háskólamenntuðu fólki - 27.4.2017

Grein Ernu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra BHM, í Fréttablaðinu 27. apríl 2017.

Lesa meira

Andri Valur ráðinn lögmaður BHM - 26.4.2017

Andri Valur Ívarsson, lögfræðingur hdl., hefur verið ráðinn lögmaður Bandalags háskólamanna (BHM).

Lesa meira

Móttaka sjóða lokuð til kl. 15:00 í dag - 19.4.2017

Vegna starfsdags er móttaka sjóða BHM og Starfsþróunarseturs háskólamanna lokuð til kl. 15:00 í dag, 19. apríl. 

Lesa meira

VIRK augýsir eftir ráðgjafa á sviði starfsendurhæfingar - 10.4.2017

Virk logo_nytt_Litid

Mun sinna ráðgjöf við háskólamenntað fólk á höfuðborgarsvæðinu og hafa starfsstöð hjá BHM.

Lesa meira

Staða lögfræðings BHM laus til umsóknar - 3.4.2017

BHM óskar eftir að ráða öflugan lögfræðing til starfa hjá bandalaginu. 

Lesa meira

Þjónusta BHM og aðildarfélaga við félagsmenn á eftirlaunaaldri - 3.4.2017

Opinn hádegisfundur fag- og kynningarmálanefndar BHM 5. apríl Lesa meira

BHM gerir fyrirvara vegna breytinga á samþykktum LSR - 29.3.2017

Bandalag háskólamanna (BHM) hefur sent fjármála-  og efnahagsráðherra yfirlýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) sem unnið er að í samræmi við breytt lög um sjóðinn.

Lesa meira

Erna ráðin framkvæmdastjóri BHM - 15.3.2017

Erna-Gudmundsdottir

Stjórn Bandalags háskólamanna (BHM) hefur ráðið Ernu Guðmundsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra bandalagsins. Erna er fædd árið 1970 og hefur verið lögmaður BHM í um áratug eða frá árinu 2007.

Lesa meira

Fjölmenni og fjörugar umræður á stefnumótunarþingi BHM - 9.3.2017

Um eitthundrað fulltrúar aðildarfélaga BHM komu saman og ræddu áherslur og baráttumál bandalagsins á stefnumótunarþingi sem haldið var í Reykjavík í dag. Verkefni þingsins var að rýna og endurmeta núgildandi stefnu bandalagsins sem mótuð var og samþykkt á aðalfundi þess árið 2013.

Lesa meira

Öll störf eru kvennastörf! - 6.3.2017

Hádegisverðarfundur á Grand Hótel Reykjavík í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars 2017 kl. 11.45-13.00.

Lesa meira

Blásið til stefnumótunarþings 9. mars - 28.2.2017

Búast má við frjóum skoðanaskiptum og fjörugum umræðum á stefnumótunarþingi BHM sem haldið verður 9. mars nk. Lesa meira

Vinningshafi í iPad-leik BHM dreginn út - 15.2.2017

Daniel Már Bonilla, nemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, hlaut vinninginn iPad-leik Bandalags háskólamanna sem fram fór í tengslum við Framadaga háskólanna 2017. Formaður BHM, Þórunn Sveinbjarnardóttir, afhenti Daniel Má forláta iPad-spjaldtölvu í dag.

Lesa meira

Morgunverðarfundur um alþjóðaviðskiptasamninga og áhrif þeirra á launafólk - 9.2.2017

23. febrúar kl. 8:00 í húsakynnum BSRB að Grettisgötu 89 í Reykjavík

Lesa meira

BHM leitar að öflugum einstaklingi í starf framkvæmdastjóra bandalagsins - 6.2.2017

Umsóknarfrestur er til og með 14. febrúar nk.

Lesa meira

Búum betur að ungum vísindamönnum - 30.1.2017

Grein eftir Georg Brynjarsson, hagfræðing BHM, sem birtist í Fréttablaðinu 19. janúar 2017.

Lesa meira
Síða 1 af 15