Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: nóvember 2005

3.11.2005 : Nýr orlofskostur í Reykjavík

Orlofssjóður BHM hefur nú bætt við nýjum orlofskosti í Reykjavík. Þetta er íbúð að Álagranda 8, 62 fermetrar, og hefst fyrsta dvalartímabilið í henni föstudaginn 11. nóvember. Íbúðin er komin á bókunarvef OBHM og því hægt að bóka dvöl í henni nú þegar. Lesa meira

1.11.2005 : Hlutfall kynjanna í aðildarfélögum BHM 76:24

Félagsmenn í aðildarfélögum Bandalags háskólamanna eru nú liðlega 8,600 talsins. Þar af eru konur 76% og karlar 24%, nær helmingur tilheyrir heilbrigðisstéttum og fjórðungur á félagsvísindasviði. Þegar kynskiptingin er skoðuð reynast konur allsráðandi í heilbrigðisstéttum, en kynjahlutfallið mun jafnara í öðrum félögum. Náttúruvísindamenn eru þeir einu þar sem karlar eru í ákveðnum meirihluta, en hjá viðskipta- og hagfræðingum eru þeir í naumum meirihluta. Lesa meira

Fréttir