Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: 2006

29.12.2006 : Ráðningasamningar Matís bein kjaraskerðing

“Þeir ráðningarsamningar sem ætlast er til að fólk skrifi undir nú eru ekkert annað en bein kjaraskerðing. Þetta eru fastlaunasamningar, þar sem tekið er fram að umsamin upphæð sé fullnaðargreiðsla fyrir allt vinnuframlag einstaklingsins, en síðan eru engar takmarkanir á því hversu mikillar vinnu er hægt að krefjast. Það er raunar stór spurning hvort hægt er að ráðleggja nokkrum einstaklingi að ganga að þessu, því þessir ráðningarsamningar eru settir upp eins og um hálaunastöður sé að ræða, nema launaliðurinn sem rétt skreiðist í meðallaun og það er afskaplega óeðlilegur framgangsmáti”, sagði Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri BHM, í viðtali við heimasíðuna, en Matís ohf. hefur sent frá sér kröfu um að starfsmenn þessa nýja fyrirtækis gangi frá ráðningarsamningum sínum sem fyrst, því þriggja mánaða uppsagnarfrestur sé nú liðinn og fólk geti ekki talist í starfi hjá fyrirtækinu eftir áramótin ef ekki verður gengið frá ráðningunni. Lesa meira

6.12.2006 : Stjórnendur þurfa að ávinna sér traust

“Það kom greinilega fram á þessum fundi að Starfsmenn búa nú við óvissu og óöryggi um sína stöðu, sem stjórnendur þurfa að eyða. Það er hægt með tiltölulega einföldum aðgerðum, eins og stjórnendur Flugstoða ohf. hafa sýnt með því að framlengja biðlaunaréttinn til vors 2008 og með bindandi yfirlýsingu um að þeir muni virða áfram ákveðin réttindi opinberra starfsmanna. Þegar svona viðamiklar breytingar standa fyrir dyrum verða stjórnendur einfaldlega að ávinna sér traust starfsmanna”, sagði Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri BHM, eftir fjölmennan fund með félagsmönnum í aðildarfélögum BHM og SFR, sem í þessum mánuði þurfa að taka afstöðu til þess hvort þeir vilja ganga til starfa hjá Matís ohf., sem um áramótin verður til við samruna Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, Matvælarannsókna Keldnaholti og rannsóknastofu Umhverfisstofnunar. Lesa meira

24.11.2006 : Starfsmenntunarstyrkur hækkaður

Stjórn Starfsmenntunarsjóðs BHM hefur ákveðið að hækka hámarksupphæð styrkja úr sjóðnum um fimmtung og verður hún nú kr. 60.000.- í stað kr. 50.000.- áður. Þessi hækkun gildir vegna verkefna sem hefjast 1. janúar 2007 eða síðar, en á ekki við um verkefni sem hefjast fyrr. Lesa meira

16.11.2006 : Hlutur starfsmanna virðist engu skipta

”það er ýmislegt sem við setjum spurningamerki við varðandi ohf-væðingu Ríkisútvarpsins, en óneitanlega vekur það undrun hvernig er staðið að þessu samanborið við aðrar breytingar ríkisfyrirtækja í ohf. Sem dæmi má nefna að í undirbúningi að færslu hluta Flugmálastofnunar yfir í hlutafélag hefur starfsmönnum verið veittar upplýsingar eftir föngum, fullt samráð haft við starfsmenn og fulltrúa stéttarfélaga, fulltrúar lífeyrissjóðs verið fengnir til að veita persónulegar ráðleggingar o.s.frv. Hjá RÚV virðist hlutur starfsmanna hins vegar engu skipta og er það viðhorf stjórnenda gagnvart þeim umhugsunarefni”, sagði Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri BHM, í viðtali við vefsíðuna, en Stefán hefur sent frá sér yfirlit um áhrif laga um Ríkisútvarpið ohf. á starfsmenn Ríkisútvarpsins. Lesa meira

6.11.2006 : Fólk beri saman þóknanir og gjöld

"Það verður hver og einn að ákveða hvar hann vistar séreignarsparnað sinn, en það er mikilvægt að fólk beri saman þá kosti sem bjóðast og eru óneitanlega í harðri samkeppni um hylli fólks. Ekki síst hvað varðar þóknanir og gjöld eins og upphafsgjald, gjald við innlagningu iðgjalda, árlegt umsýslugjald og rekstrarkostnað, en allt eru þetta þættir sem eru misjafnir á milli sjóða og geta verið misjafnlega sýnilegir", sagði Ágústa H.Gísladóttir, deildarstjóri hjá LSR, á málstofu nóvembermánaðar hjá BHM, en málstofan fjallaði um séreignasparnað. Lesa meira

6.11.2006 : Fastlaunasamningar geta verið hættulega opnir

“Það verður æ algengara að stofnanir bjóði starfsmönnum sínum fastlaunasamninga” sagði Inga Rún Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri HugGarðs, í viðtali við vefsíðu BHM. “Fyrirspurnir berast í vaxandi mæli frá félagsmönnum okkar um fastlaunasamningana og inntak þeirra”. “Það er mjög nauðsynlegt að fólk átti sig vel á innihaldi slíkra samninga áður en gengið er að þeim”, sagði Inga Rún ennfremur “Við höfum t.d. séð fastlaunasamninga sem eru algerlega opnir hvað varðar vinnutíma starfsmanna.  Þar er samið um ákveðin föst laun fyrir að “vinna verkið”, án þess að fjöldi þeirra yfirvinnutíma sem í samningnum felast sé tilgreindur." Lesa meira
Námskeið trúnaðarmanna

24.10.2006 : Fullsetin trúnaðarmannanámskeið

Bandalag háskólamanna heldur um þessar mundir grunnnámskeið fyrir trúnaðarmenn aðildarfélaga bandalagsins og er ljóst að þau námskeið sem ákveðin hafa verið eru öll fullsetin. Þeim sem áhuga hafa, en eru ekki skráð á námskeið, er bent á að hafa samband við skrifstofu BHM, því þörfinni verður mætt með því að bæta við nýjum námskeiðum.  Lesa meira

12.10.2006 : Skiptir aldurssamsetning á vinnustað máli?

Verkefnisstjórn 50 + efnir á næstu vikum til þriggja morgunverðarfunda um málefni miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Fyrsti fundurinn verður á Grand hótel, Hvammi þann 17. október n.k. kl. 8:30-10:00 og þar verða á mælendaskrá Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, Sigurður Guðmundsson, skiipulagsfræðingur, Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar og Rakel Ýr Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri SPRON.

Lesa meira

6.9.2006 : Skiptir máli að gæðaviðmið háskóla verði sýnileg

“Það skiptir ekki síst máli fyrir íslenska háskóla að það sé sýnilegt að þeir fylgi alþjóðlegum viðmiðum í gæðamálum og standist þær kröfur sem gerðar eru á alþjóðavettvangi. Við munum leggja áherslu á samráð við háskólana sjálfa um mótun þessa ferlis. Starf okkar á að vera tvíþætt, annars vegar að fylgjast með uppfyllingu skilyrða sem fylgja viðurkenningu fræðasviða hjá skólum og hins vegar umbótamiðað mat. Í því síðarnefnda verður áherslan á að skólar byggi upp sitt innra gæðakerfi”, sagði Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri Mats- og greiningardeildar menntamálaráðuneytisins, í viðtali við vefsíðu BHM.

Lesa meira

26.5.2006 : Orlof á að vera samfellt

“Í lögum um orlof er tilgreint að orlof skuli veita í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september og þótt heimildir til að skipta orlofi séu nýttar í kjarasamningum þá er það skýlaus réttur að fá það orlof sem tekið er á orlofstímanum samfellt, en ekki viku hér og viku þar”, sagði Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, í viðtali við heimasíðuna, en töluvert berst nú af fyrirspurnum til BHM vegna niðurskiptingar orlofstíma. Lesa meira

19.5.2006 : Aðgerðaráætlun gegn kynbundnum launamun

Aðalfundur Bandalags háskólamanna krefst þess að stjórnvöld setji þegar fram tímasetta aðgerðaráætlun sem miði að því að útrýma þeim mikla kynbundna launamun sem nýlegar rannóknir sýna að líðst enn hér á landi. Lesa meira

Fréttir