Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: nóvember 2006

24.11.2006 : Starfsmenntunarstyrkur hækkaður

Stjórn Starfsmenntunarsjóðs BHM hefur ákveðið að hækka hámarksupphæð styrkja úr sjóðnum um fimmtung og verður hún nú kr. 60.000.- í stað kr. 50.000.- áður. Þessi hækkun gildir vegna verkefna sem hefjast 1. janúar 2007 eða síðar, en á ekki við um verkefni sem hefjast fyrr. Lesa meira

16.11.2006 : Hlutur starfsmanna virðist engu skipta

”það er ýmislegt sem við setjum spurningamerki við varðandi ohf-væðingu Ríkisútvarpsins, en óneitanlega vekur það undrun hvernig er staðið að þessu samanborið við aðrar breytingar ríkisfyrirtækja í ohf. Sem dæmi má nefna að í undirbúningi að færslu hluta Flugmálastofnunar yfir í hlutafélag hefur starfsmönnum verið veittar upplýsingar eftir föngum, fullt samráð haft við starfsmenn og fulltrúa stéttarfélaga, fulltrúar lífeyrissjóðs verið fengnir til að veita persónulegar ráðleggingar o.s.frv. Hjá RÚV virðist hlutur starfsmanna hins vegar engu skipta og er það viðhorf stjórnenda gagnvart þeim umhugsunarefni”, sagði Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri BHM, í viðtali við vefsíðuna, en Stefán hefur sent frá sér yfirlit um áhrif laga um Ríkisútvarpið ohf. á starfsmenn Ríkisútvarpsins. Lesa meira

6.11.2006 : Fólk beri saman þóknanir og gjöld

"Það verður hver og einn að ákveða hvar hann vistar séreignarsparnað sinn, en það er mikilvægt að fólk beri saman þá kosti sem bjóðast og eru óneitanlega í harðri samkeppni um hylli fólks. Ekki síst hvað varðar þóknanir og gjöld eins og upphafsgjald, gjald við innlagningu iðgjalda, árlegt umsýslugjald og rekstrarkostnað, en allt eru þetta þættir sem eru misjafnir á milli sjóða og geta verið misjafnlega sýnilegir", sagði Ágústa H.Gísladóttir, deildarstjóri hjá LSR, á málstofu nóvembermánaðar hjá BHM, en málstofan fjallaði um séreignasparnað. Lesa meira

6.11.2006 : Fastlaunasamningar geta verið hættulega opnir

“Það verður æ algengara að stofnanir bjóði starfsmönnum sínum fastlaunasamninga” sagði Inga Rún Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri HugGarðs, í viðtali við vefsíðu BHM. “Fyrirspurnir berast í vaxandi mæli frá félagsmönnum okkar um fastlaunasamningana og inntak þeirra”. “Það er mjög nauðsynlegt að fólk átti sig vel á innihaldi slíkra samninga áður en gengið er að þeim”, sagði Inga Rún ennfremur “Við höfum t.d. séð fastlaunasamninga sem eru algerlega opnir hvað varðar vinnutíma starfsmanna.  Þar er samið um ákveðin föst laun fyrir að “vinna verkið”, án þess að fjöldi þeirra yfirvinnutíma sem í samningnum felast sé tilgreindur." Lesa meira

Fréttir