Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: desember 2006

29.12.2006 : Ráðningasamningar Matís bein kjaraskerðing

“Þeir ráðningarsamningar sem ætlast er til að fólk skrifi undir nú eru ekkert annað en bein kjaraskerðing. Þetta eru fastlaunasamningar, þar sem tekið er fram að umsamin upphæð sé fullnaðargreiðsla fyrir allt vinnuframlag einstaklingsins, en síðan eru engar takmarkanir á því hversu mikillar vinnu er hægt að krefjast. Það er raunar stór spurning hvort hægt er að ráðleggja nokkrum einstaklingi að ganga að þessu, því þessir ráðningarsamningar eru settir upp eins og um hálaunastöður sé að ræða, nema launaliðurinn sem rétt skreiðist í meðallaun og það er afskaplega óeðlilegur framgangsmáti”, sagði Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri BHM, í viðtali við heimasíðuna, en Matís ohf. hefur sent frá sér kröfu um að starfsmenn þessa nýja fyrirtækis gangi frá ráðningarsamningum sínum sem fyrst, því þriggja mánaða uppsagnarfrestur sé nú liðinn og fólk geti ekki talist í starfi hjá fyrirtækinu eftir áramótin ef ekki verður gengið frá ráðningunni. Lesa meira

6.12.2006 : Stjórnendur þurfa að ávinna sér traust

“Það kom greinilega fram á þessum fundi að Starfsmenn búa nú við óvissu og óöryggi um sína stöðu, sem stjórnendur þurfa að eyða. Það er hægt með tiltölulega einföldum aðgerðum, eins og stjórnendur Flugstoða ohf. hafa sýnt með því að framlengja biðlaunaréttinn til vors 2008 og með bindandi yfirlýsingu um að þeir muni virða áfram ákveðin réttindi opinberra starfsmanna. Þegar svona viðamiklar breytingar standa fyrir dyrum verða stjórnendur einfaldlega að ávinna sér traust starfsmanna”, sagði Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri BHM, eftir fjölmennan fund með félagsmönnum í aðildarfélögum BHM og SFR, sem í þessum mánuði þurfa að taka afstöðu til þess hvort þeir vilja ganga til starfa hjá Matís ohf., sem um áramótin verður til við samruna Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, Matvælarannsókna Keldnaholti og rannsóknastofu Umhverfisstofnunar. Lesa meira

Fréttir