Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: apríl 2007

25.4.2007 : Fögnum ítrekuðu fordæmi í biðlaunamálum

“Það er mjög jákvætt að ráðamenn Ríkisútvarpsins ohf. skuli hafa tekið þá ákvörðun að greiða vaktaálag á biðlaun þeirra sem voru í vaktastörfum hjá RUV fyrir hlutafélagsvæðinguna. Flugstoðir ohf gerðu slíkt hið sama og með þessu hafa bæði þessi fyrirtæki sýnt lofsvert frumkvæði, sem augljóslega verður öðrum til eftirbreytni”, sagði Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri BHM, í viðtali við heimasíðuna, en stjórnendur RUV hafa kynnt þá ákvörðun að vaktaálag muni koma ofan á biðlaun þeirra sem sinntu vaktavinnu í störfum sínum hjá stofnuninni fyrir breytingu. Lesa meira

24.4.2007 : Sýslumaður braut jafnréttislög

Kærunefnd jafnréttismála hefur fallist á kæru sem kvenkyns lögfræðingur lagði fram gegn sýslumannsembætti sem hún starfar við, þar sem kærandi telur sér vera mismunað í launum á grundvelli kynferðis. Kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að sýslumaðurinn hafi brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga við ákvörðun launa til handa konunni. Kæra konunnar byggir á því að karlkyns lögfræðingur, sem ráðinn var til starfa rúmum tveimur árum síðar en hún og sem gegni sambærilegum og jafn verðmætum störfum, hafi fengið röðun í mun hærri launaflokk og launamunur verði ekki skýrður með öðru en kynferði. Lesa meira

Fréttir