Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: ágúst 2007

24.8.2007 : Efla þarf menntun, rannsóknir og nýsköpun

Norðurlöndin þurfa að efla menntun, rannsóknir og nýsköpun til að auka samkeppnishæfi sína, tryggja þarf gæði þeirrar þekkingar sem veitt er og gæta þarf þess að fjölgun þeirra sem afla sér háskólamenntunar leiði ekki til þess að menntunin rýrni að gæðum, að mati forsvarsmanna samtaka norræna háskólamanna, sem komu saman í Reykjavík dagana 22. – 24. ágúst. Í ályktun ráðstefnunnar, sem bar yfirskriftina „Magn eða gæði í háskólamenntun“, kemur einnig fram að bæta þurfi kjör háskólmenntaðra starfsmanna, ekki síst kvennastétta í heilbrigðisþjónustu og hópa sem sinna hvers kyns umönnunarstörfum. Benda forsvarsmennirnir á að á öllum Norðurlöndunum er það á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að ákveða lágmarkslaun og og launahækkanir í kjarasamningum. Það sé því á ábyrgð sömu aðila að setja sér mælanleg markmið um að útrýma kynbundnum launamun hið fyrsta.

Lesa meira
Frá móttöku

22.8.2007 : Áttatíu erlendir gestir

Á áttunda tug norrænna gesta eru komnir til landsins til þess að sækja Nordisk Akademikerforum, en það er þing heildarsamtaka háskólamanna á Norðurlöndunum. Þátttakendur eru frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, auk þátttakenda frá aðildarfélögum BHM. Alls sækja þingið á annað hundrað fulltrúar. Lesa meira

13.8.2007 : Magn eða gæði í æðri menntun?

“Það er mikilvægt að sem flestir taki þátt í þessu þingi, einkum forystufólk aðildarfélaganna, enda er þetta besta tækifæri sem gefst hérlendis til þess að skiptast á skoðunum við forystu systrasamtaka BHM á hinum Norðurlöndunum. Ég vil því hvetja fólk til að skrá sig hið fyrsta”, sagði Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri BHM, í viðtali við vefsíðuna, en Nordisk Akademikerforum verður haldið í Reykjavík dagana 22. – 24. ágúst næstkomandi. “Það koma hingað áttatíu af forystumönnum háskólamanna á hinum Norðurlöndunum til að sitja þingið”, sagði Stefán ennfremur, “og dagskrá þess er bæði fjölbreytt og áhugaverð. Yfirskrift þingsins er - Magn eða gæði í æðri menntun – sem er mjög tímabært umfjöllunarefni.”

Þingið er öllum opið, þátttökugjöld eru engin. Hægt er að skrá sig á póstfanginu bhm@bhm.is og er síðasti skráningardagur miðvikudagurinn 15. ágúst. Dagskrá þingsins má nálgast hér.


Fréttir