Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: febrúar 2008

27.2.2008 : Frumvarp til laga um breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof

Þann 11. febrúar sl. var frumvarpi til breytingar á ákvæðum laga nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof dreift á Alþingi. Nokkrar mikilvægar breytingar eru lagðar til, m.a. á viðmiðunartímabili við útreikning á greiðslum til foreldra, yfirfærslu réttinda vegna dauðsfalls foreldris á meðgöngu barns eða sjúkdóms o.fl. Lesa meira

26.2.2008 : Nýr dómur

Þann 20. febrúar 2008 féll dómur í máli nr. E-4803/2007: KH gegn íslenska ríkinu. Helstu málavextir eru að KH er starfsmaður skattstjórans í Reykjanesumdæmi og félagsmaður í SFR. Frá febrúar 2004 hafði KH átt við endurtekin veikindi að stríða. Haustið 2005 féllst skattstjóri á að KH myndi með heimild í grein 12.2.10 í kjarasamningnum inna af hendi 100% starf sitt með úttekt hlutaveikinda. Lesa meira

14.2.2008 : Ályktun stjórnar BHM vegna kröfugerðar SA á hendur ríkisstjórninni

Stjórn BHM samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 14. febrúar eftirfarandi ályktun

Lesa meira

14.2.2008 : Tímamótasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) og Endurmenntunar Háskóla Íslands um símenntun hjúkrunarfræðinga undirritaður.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) og Endurmenntun Háskóla Íslands (EHÍ) hafa gert með sér samstarfssamning um símenntun hjúkrunarfræðinga. Samningurinn var undirritaður þriðjudaginn 12. febrúar og undirrituðu hann fyrir hönd samstarfsaðila þær Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður FÍH og Kristín Jónsdóttir endurmenntunarstjóri EHÍ. Verðlagning námskeiða er í lágmarki og mun EHÍ einnig bjóða félagsmönnum FÍH valin námskeið úr framboði sínu á sérstökum afsláttarkjörum. Nánari upplýsingar má nálgast hér.

8.2.2008 : Nýr Hæstaréttardómur

7. febrúar sl. féll í Hæstarétti dómur í máli starfsmanns sem krafðist greiðslu orlofs á fasta yfirvinnu. Dómurinn féll starfsmanninum í hag. Erna Guðmundsdóttir hdl. hefur reifað dóminn og má nálgast samantekt hennar hér.

Fréttir