Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: mars 2008

31.3.2008 : Kjarasamningar - námskeið

BHM stendur fyrir námskeiði sem ætlað er fulltrúum aðildarfélaga í samninganefndum.

Námskeiðið er ætlað til undirbúnings og eflingar í kjaraviðræðum og sérstaklega sniðið að þörfum þeirra sem ekki hafa áður komið að gerð kjarasamninga. Þeir reynslumeiri eru þó hjartanlega velkomnir á námskeiðið.

Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 10. apríl, kl. 8-10, í fundarsal BHM, Borgartúni 6.

Lesa meira

25.3.2008 : Aðalfundur BHM 2008

Boðað hefur verið til aðalfundar BHM dagana fimmtudaginn 3. og föstudaginn 4. apríl 2008. Fundurinn verður haldinn í Rúgbrauðsgerðinni og aðalfundarfagnaður verður haldinn fyrir aðalfundarfulltrúa og maka þeirra á sama stað föstudagskvöldið 4. apríl. Fundargögn eru nú aðgengileg á vefnum. Lesa meira

19.3.2008 : Til hamingju Margrét Eiríksdóttir!

Þeir sem tóku þátt í kjarakönnun BHM, BSRB og KÍ sem Capacent Gallup framkvæmdi urðu sjálfkrafa þátttakendur í happadrætti og var vinningurinn helgarferð til Evrópu fyrir tvo. Vinningsnúmerið var 110666 og nú hefur komið í ljós að eigandi þess er Margrét Eiríksdóttir. Margréti, sem er í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, er óskað til hamingju með vinninginn um leið og henni og öðrum sem svöruðu kjarakönnuninni er þökkuð þátttakan.

19.3.2008 : Leiðakerfi neytenda á vefnum

Sl. föstudag hleypti viðskiptaráðherra af stokkunum Leiðakerfi neytenda

Lesa meira

10.3.2008 : Ný jafnréttislög

Nýlega voru samþykkt á Alþingi ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem ætlað er að leysa af hólmi eldri lög um sama efni. Í lögunum er að finna ýmis nýmæli auk þess sem einstaka ákvæði eldri laga eru skýrð nánar. Lögin hafa þegar tekið gildi. Erna Guðmundsdóttir lögfræðingur BHM hefur tekið saman helstu atriðin sem greina nýju lögin frá þeim sem áður giltu. Lesa meira

10.3.2008 : Hádegiserindi um starfsþróun og starfsframa

Miðvikudaginn 12.mars stendur fræðslunefnd BHM fyrir hádegiserindi um starfsþróun og starfsframa frá kl. 12:00-13:00. Fyrirlesari er Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Þeir sem komast ekki til okkar í Borgartún 6 geta fylgst með fyrirlestrinum með því að smella hér , útsending hefst kl. 12 (ath. notendanafn: halldor, lykilorð: rodllah). Lesa meira

Fréttir