Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: apríl 2008

30.4.2008 : Kjaraviðræður hjúkrunarfræðinga komnar til Ríkissáttasemjara

Samningaviðræðum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs hefur verið vísað til ríkissáttasemjara.

Lesa meira

29.4.2008 : Hjúkrunarfræðingar íhuga að vísa kjaradeilu til Ríkissáttasemjara

Alvarleg staða er nú komin upp í samningaviðræðum Samninganefnar Fíh (SFíh) og samninganefndar ríkisins (SNR). Fyrsti fundur samningsaðila var haldinn 18. mars s.l þar sem SFíh lagði áherslu á að gera skammtímasamning, enda gefi efnahagsástand ekki forsendur til annars. Lesa meira

29.4.2008 : Huggarðsfélögin, Ljósmæðrafélag Íslands og Sálfræðingafélag Íslands vísa kjaradeilu til Ríkissáttasemjara

Í fréttatilkynningu HugGarðs* og Ljósmæðrafélags Íslands segir að ákveðið hafi verið að vísa kjaraviðræðum við SNR til ríkissáttasemjara. Viðræður aðila hafa staðið frá 18. mars s.l. og renna kjarasamningar félaganna við ríkið út á miðnætti þann 30. apríl.

Lesa meira

29.4.2008 : Opið hús hjá BHM 1. maí - hittumst fyrir gönguna

BHM býður félagsmenn velkomna í léttan hádegisverð í Borgartúni 6

Lesa meira

23.4.2008 : BHM gerir athugasemd við frumvarp til laga um alþjóðlega þróunarsamvinnnu

Athugasemdir BHM snúast um það starfsumhverfi sem starfsmönnum Þróunarsamvinnustofnunar verður boðið og réttindum þeirra og kjörum.

BHM gerir athugasemdir við 8. gr. frumvarpsins og einnig við ákvæði til bráðabirgða.

Lesa meira

9.4.2008 : Árangursríkt hópastarf á aðalfundi

Fulltrúar á aðalfundi BHM tóku virkan þátt í hópastarfi um ýmis málefni er varða starfsemi og framtíð bandalagsins. Hóparnir voru sex talsins og höfðu yfirskriftirnar:

  • Aðildarmál – hvernig fjölgum við í okkar röðum?
  • Alþjóðamál - aðild að evrópskum samtökum launafólks og áherslur þar
  • Háskólatengsl - getur BHM gert betur í tengslum við íslenska háskóla?
  • Lífeyrismál og hugmyndir um áfallatryggingasjóð
  • Launamál - Hvernig náum við sömu launum og sambærilegir hópar á almennum markaði?
  • Ímyndarmál - Hvernig viljum við að ímynd BHM sé gagnvart félagsmönnum annars vegar og almenningi hins vegar?

Starf hópanna var frjótt og öflugt og ljóst þykir að innan bandalagsins er urmull góðra hugmynda sem félagsmenn þyrstir í að koma í framkvæmd. Lesa meira

8.4.2008 : Aðalfundi frestað

Ákveðið var að fresta frekari atkvæðagreiðslu á aðalfundi BHM sem haldinn var 3. og 4. apríl síðastliðinn um sex vikur. Ástæða frestunarinnar var að veita aðildarfélögum tækifæri til að taka afstöðu til mögulegra áhrifa sem samþykkt tillaga um lækkun samningsgjalda felur í sér en hún kallar á breytta fjárhagsáætlun bandalagsins. Aðildarfélögum gefst einnig möguleiki á að fjalla um tillögu uppstillingarnefndar um nýja stjórn samtakanna. Þessi skerðing þýðir breyttar rekstrarforsendur bandalagsins og mun stjórnin fara yfir málið í vikunni.

Lesa meira

3.4.2008 : Meiri vinna fyrir minni laun?

Capacent Gallup kynnti á aðalfundi nýja kjarakönnun sem unnin var fyrir BHM og leiðir samanburður við VR og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja í ljós að félagsmenn BHM þiggja minnstu launin fyrir mestu vinnuna. Lesa meira

3.4.2008 : Aðalfundur BHM með áherslu á kjaramál og stefnumótun

Aðalfundur BHM hefst þann 3. apríl í Rúgbrauðsgerðinni við Borgartún og stendur til kl. 17.30 föstudaginn 4. apríl.

Yfirskrift fundarins er „Stefnum sterk til framtíðar“.

Tvö mál munu setja mark sitt á fundinn auk almennra aðalfundarstarfa:

Ný kjarakönnun sem Capacent Gallup gerði meðal félagsmanna verður kynnt og umræður um hana á eftir. Stöð 2 sagði frá kjarakönnuninni í hádegisfréttum.

Stefnumótun samtakanna verður einnig á dagskrá. Að undanförnu hefur BHM verið í naflaskoðun og framtíð samtakanna rædd.

Fyrirlesarar á fundinum verða Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ sem fjallar um möguleika íslenskra samtaka launafólks til áhrifa á Evrópuvísu og Margrét Pála Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar sem veltir því fyrir sér hvort gömlu kynhlutverkin séu enn að stjórna lífi okkar. Rafræn fundargögn má nálgast hér.

1.4.2008 : Mótmælabréf til samgönguráðherra vekur athygli

Síðdegisfréttir Ríkisútvarpsins og vísir.is sögðu þann 1. apríl frá bréfi sem framkvæmdastjóri BHM sendi til samgönguráðherra til að mótmæla auglýsingu um stöðu Vegamálastjóra. Lesa meira

Fréttir