Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: júní 2008

30.6.2008 : Nýr kjarasamningur 20 aðildarfélaga BHM

Helstu atriði kjarasamningsins sem undirritaður var 28. júní með fyrirvara um samþykki félagsmanna:

- Gildistími 1. júní 2008 til 31. mars 2009.

- Ný launatafla með kr. 20.300 hækkun á allar launatölur, ásamt 2,2% hækkun.

- Persónuuppbót kr. 44.100 á samingstímanum.

- Réttur vegna veikinda barna aukinn í 12 vinnudaga.

- Framlag vinnuveitanda í vísindasjóði aflagt en þess í stað var gert samkomulag um tilhögun sí- og endurmenntunar háskólamanna .

Opnað verður fyrir rafræna atkvæðagreiðslu um samninginn hér á vef BHM þann 7. júlí og stendur hún til miðnættis 11. júlí.

Hægt er að lesa samninginn hér

30.6.2008 : Ljósmæðraþjónusta á Íslandi í hættu

babyLjósmæður langt að baki háskólamenntaðra stétta í launum

Menntunarkröfur til ljósmæðra eru 6 ára háskólamenntun sem lýkur með embættisprófi á meistarastigi. Í dag standa ljósmæður frammi fyrir því að þiggja lægri laun í þjónustu ríkisins en allar aðrar háskólamenntaðar stéttir með sambærilega menntun. Ljósmæður sætta sig ekki við að vera mismunað á þennan hátt af hálfu vinnuveitandans.

Lesa meira

28.6.2008 : Samningar í höfn

vofflurSamstarfshópur 23ja félaga háskólamanna, þar af 20 aðildarfélaga BHM var undirritaður um kl. 21 í kvöld. Samkomulagið hljóðar upp á framlengingu á kjarasamningum aðila til loka mars 2009. Samningurinn felur í sér rúmlega 6% launahækkun að meðaltali og er undirritaður með fyrirvara um samþykki félagsmanna stéttarfélaganna. Lesa meira

26.6.2008 : Hlé gert á samningafundi

Samningafundur samstarfshóps 24 félaga háskólamanna, SNR og ríkissáttasemjara stóð frá 13 - 22 í gær. Í lokin var gert hlé á fundinum en honum verður haldið áfram föstudaginn 27. júní kl. 10. Lesa meira

25.6.2008 : Samningafundir dagsins

Samningafundur 24 félaga háskólamanna, þ.á.m. 21 aðildarfélags BHM, stendur nú yfir í húsnæði ríkissáttasemjara. Frétta af þeim fundi er að vænta síðar í dag.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga átti árangurslausan fund með samninganefnd ríkisins og ríkissáttasemjara í dag. Hjúkrunarfræðingar hafa því boðað til yfirvinnubanns frá 10. júlí n.k.

Lesa meira

24.6.2008 : Hjúkrunarfræðingar samþykkja yfirvinnubann

FihNiðurstaða atkvæðagreiðslu um heimild til boðunar yfirvinnubanns frá og með 10 júlí nk. meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa á ríkisstofnunum liggur nú fyrir. Mikill meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði voru fylgjandi boðun yfirvinnubanns frá 10. júlí n.k.. Lesa meira

23.6.2008 : Kjarasamningaviðræður - hvað næst?

Samningafundi aðildarfélaga BHM með Samninganefnd ríkisins og ríkissáttasemjara sl. föstudag lauk með því að SNR vísaði kjaradeilu allra félaganna til ríkissáttasemjara.

Lesa meira

20.6.2008 : Löngum fundi lokið - deilu vísað til sáttasemjara

Í dag fundaði samstarfshópur 24 stéttarfélaga háskólamanna* með Samninganefnd ríkisins og ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst kl. 11 í morgun (20. júní) og eftir hartnær 5 klukkustunda viðræður ákvað Samninganefnd ríkisins að vísa kjaradeilum allra félaganna til ríkissáttasemjara.  

Lesa meira

20.6.2008 : Samningafundur stendur yfir

semjaSamstarfshópur 24 stéttarfélaga háskólamanna situr nú fund með Samninganefnd ríkisins og ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst kl. 11 í morgun (20. júní), þá var gert stutt hlé eftir hádegi og hófst fundurinn aftur kl. 14.30. Háskólamenn bíða spenntir eftir niðurstöðu fundarins.

20.6.2008 : Fræðagarður - nýtt sameinað félag innan BHM

Þann 18. júní var haldinn stofnfundur nýs sameinaðs stéttarfélags Útgarðs, félags háskólamanna og Félags íslenskra fræða - kjaradeildar. Nýja félagið ber nafnið Fræðagarður og tekur yfir alla starfsemi félaganna. Lesa meira

19.6.2008 : Sjónarmiðum háskólamanna í kjarasamningum komið á framfæri

Gudlaug_Kristjansdottir_2Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna (BHM), segir fund sem forsætisráðherra bauð fulltrúum BHM til með fjármála- og utanríkisráðherra í morgun að mörgu leyti hafa gengið mjög vel. Lesa meira

16.6.2008 : Fundarboð komið frá forsætisráðherra

Forsætisráðherra hefur boðað fulltrúa BHM á sinn fund, ásamt fjármála- og utanríkisráðherra á fimmtudag, 19. jún

Lesa meira
Fih

16.6.2008 : Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um yfirvinnubann

Á heimasíðu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga geta hjúkrunarfræðingar sem starfa á ríkisstofnunum greitt atkvæði um tillögu stjórnar Fíh um yfirvinnubann. Tillagan inniber, verði hún samþykkt, bann við allri yfirvinnu frá 10. júlí n.k.. Öllum félagsmönnum sem eru á kjörskrá hafa verið sendir veflyklar í pósti sem nota skal við atkvæðagreiðsluna. Atkvæðagreiðslu lýkur með lokun kjörsíðu þann 22. júní kl 23.59. Hér má komast beint á atkvæðasíðu Fíh.

12.6.2008 : Dagur 12 - framfarir og hagvöxtur?

Enn er beðið svars frá forsætisráðherra, fjármálaráðherra, menntamálaráðherra og utanríkisráðherra. Til fróðleiks um stefnu ríkisstjórnar Íslands í menntamálum er hér tilvitnun í stefnuyfirlýsingu hennar: "Framfarir og hagvöxtur komandi ára verða knúin áfram af menntun, vísindum og rannsóknum. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir áframhaldandi fjárfestingu í rannsóknum og menntakerfi þjóðarinnar." Bréfið má lesa hér.

11.6.2008 : Átta dagar og enn er beðið

8Samstarfshópur stéttarfélaganna hittist í dag kl. 16 í húsnæði BHM og ræðir næstu skref.

10.6.2008 : Vika frá bréfi til ríkisstjórnar

7Í dag, þriðjudag 10. júní, eru liðnir 7 dagar frá því að samstarfshópur 24 stéttarfélaga háskólamanna sendi bréf til forsætisráðherra, Geirs H. Haarde, þar sem farið var fram á fund með valdhöfum vegna þeirrar pattstöðu sem uppi er í kjaraviðræðum. Við bíðum enn eftir svari.

6.6.2008 : Löggjöf um réttarstöðu líffæragjafa

surgeryRíkisstjórnin hefur samþykkt tillögu félags- og tryggingamálaráðherra og heilbrigðisráðherra um að ráðist verði í gerð lagafrumvarps til að styrkja réttarstöðu lifandi líffæragjafa, einkum til að bæta tekjumissi og mæta kostnaði einstaklinga sem hlotist getur af líffæragjöf. BHM átti fulltrúa í vinnuhóp um efnið.

Lesa meira

6.6.2008 : Skjálfti á Landspítala vegna yfirvofandi aðgerða hjúkrunarfræðinga

Landspitali(1)Hjúkrunarfræðingar hyggjast standa fyrir atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna um fyrirhugað yfirvinnubann frá 10. júlí. Mbl.is segir frá þessu í dag. Lesa meira

3.6.2008 : Ekkert miðar í kjaraviðræðum

G_haardeSamstarfshópur stéttarfélaga háskólamanna krefst fundar með forsætisráðherra

Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, hefur sem talsmaður samstarfshóps 24 stéttarfélaga innan og utan BHM farið fram á fund með Geir H. Haarde, forsætisráðherra ásamt ráðherrum utanríkis-, mennta- og fjármála.

Lesa meira

Fréttir