Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: ágúst 2008

31.8.2008 : Ljósmæður svartsýnar

Samningafundur ljósmæðra og ríkisins sem fram fór í dag skilaði engum árangri, og eru ljósmæður svartsýnar á að lausn finnist á kjaradeilu sinni við ríkið. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan tvö á morgun. Lesa meira

29.8.2008 : Framsækni - að koma fram af öryggi

sirryAthugið - fullt á námskeiðið í september
Námskeið fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM í september.

Hagnýtt námskeið fyrir alla sem vilja koma fram af öryggi, hvort sem er í hópi fólks eða í fjölmiðlum. Það er hin reynda fjölmiðlakona, Sirrý Arnardóttir, sem kennir á námskeiðinu en henni til aðstoðar er myndatökumaðurinn Dúi Landmark.

Lesa meira

27.8.2008 : Fræðsla í september

schoolbooksFræðslunefnd BHM býður félagsmönnum upp á fjölbreytta fræðsludagskrá í vetur. Í september verður boðið upp á fyrirlestra sem tengjast jafnrétti kynjanna, námskeið um örugga framkomu og fjölmiðla og síðast en ekki síst námskeið í að semja um hærri laun. Flestir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi. Námskeið og fyrirlestrar eru félagsmönnum aðildarfélaga BHM að kostnaðarlausu. Lesa meira

26.8.2008 : Morgunverðarfyrirlestur 3. september - Þórólfur Árnason

TorolfurÞegar rætt er um jafnrétti kynjanna á íslenskum vinnumarkaði ber nafn Þórólfs Árnasonar, forstjóra Skýrr, oft á góma. Aðferðir hans til að tryggja jafnrétti innan fyrirtækisins þykja í senn óvenjulegar og árangursríkar. Þórólfur heimsækir nú BHM og miðlar af reynslu sinni. Kynbundinn launamunur er ekki lögmál - aðferðir Þórólfs sýna það og sanna. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Jónu móttökufulltrúa, jona(hjá)bhm.is. Léttur morgunverður í boði - mæting kl. 08.30 - verið velkomin!

15.8.2008 : Ljósmæður boða verkfallsaðgerðir

Atkvæðagreiðslu um boðun verkfallsaðgerða meðal Ljósmæðrafélags Íslands (LMFÍ) er nú lokið. Tillaga stjórnar LMFÍ um boðun fimm sjálfstæðra verkfalla var samþykkt með 98-99% greiddra atkvæða. Metþátttaka var í atkvæðagreiðslunni en 90,3% atkvæðabærra ljósmæðra tóku þátt.

Lesa meira

14.8.2008 : Ólögmæt uppsögn - nýr úrskurður

hamarÞann 30. júlí sl. var kveðinn upp úrskurður í Samgönguráðuneyti í kæru gegn Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Uppsögn heilbrigðisfulltrúa (hjúkrunarfræðings að mennt) var þar dæmd ólögmæt. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

13.8.2008 : Lögfræðingar semja við ríkið

handabandÞann 11. ágúst var skrifað undir kjarasamning Stéttarfélags lögfræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Samningurinn gildir frá 1. ágúst 2008 til 31. mars 2009. Kynningarfundur um samninginn og atkvæðagreiðsla í kjölfarið verða auglýst innan tíðar. Lesa meira

11.8.2008 : Ljósmæður - atkvæðagreiðsla um heimild til verkfallsboðunar

Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir Ljósmæðrafélags Íslands er hafin. Ljósmæður í störfum á vegum ríkisins, smellið hér til að komast beint á kjörseðilinn. Hægt verður að kjósa til kl. 12 föstudaginn 15. ágúst. Lykilorð voru send til ljósmæðra með bréfpósti.

6.8.2008 : Ljósmæður ganga til atkvæða um verkfallsaðgerðir

Félagsfundur Ljósmæðrafélags Íslands samþykkti samhljóða í kvöld að veita stjórn félagsins umboð til að ganga til almennrar atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um verkfallsaðgerðir. Um 70 ljósmæður mættu á fundinn en alls eru 227 ljósmæður í félaginu. Lesa meira

6.8.2008 : Samningaviðræður hafnar á ný hjá ljósmæðrum

babyÍ morgun kl. 9 hófst samningafundur Ljósmæðrafélags Íslands og ríkissáttasemjara í Karphúsinu, Borgartúni 21. Síðasti samningafundur var haldinn þann 10. júlí s.l. án árangurs.

LMFÍ og Stéttarfélag lögfræðinga eru nú einu aðildarfélög BHM sem ekki hafa gert kjarasamning við ríkið síðan samningar urðu lausir í lok apríl sl.

Lesa meira

5.8.2008 : Hjúkrunarfræðingar samþykkja kjarasamninga

Atkvæðagreiðslur hafa nú farið fram um kjarasamninga Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríkið, Reykjavíkurborg og Reykjalund.

Lesa meira

Fréttir