Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: september 2008

22.9.2008 : Góð ráð fyrir launaviðtalið

oruppLangflestir launþegar eiga rétt á árlegu launaviðtali. Ef viðtalið á að bera árangur skiptir undirbúningurinn öllu máli.  BHM hélt á dögunum námskeið, í samvinnu við Þekkingarmiðlun, með yfirskriftinni  "Að semja um hærri laun". Færri komust á námskeiðið en vildu og því höfum við samið við Ingrid Kuhlman, leiðbeinanda á námskeiðinu, um að birta hluta námskeiðsgagnanna hér á vefnum. Lesa meira

19.9.2008 : Hjúkrunarfræðingi dæmdar miskabætur

hamarHæstiréttur hefur fallist á kröfu konu, sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, um að ógilda beri þá ákvörðun stjórnenda spítalans að flytja konuna til í starfi eftir að karlmaður, sem var samstarfsmaður konunnar, sakaði hana um kynferðislega áreitni. Var Landspítalinn jafnframt dæmdur til að greiða konunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Lesa meira

19.9.2008 : Ljósmæður samþykkja miðlunartillögu

handshake_woman_and_manLjósmæður hafa samþykkt miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Kosningu lauk nú á hádegi og tóku 82,68 % félagsmanna þátt, 85% greiddu atkvæði með tillögunni en 12% á móti.  4% skiluðu auðu.

Lesa meira

18.9.2008 : Eldri starfsmenn - akkur vinnustaða - málþing á Akureyri

Geta eldri starfsmenn verið lykillinn að velgengni fyrirtækja?

Lesa meira

17.9.2008 : Ljósmæður kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara

Miðlunartillaga í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið var lögð fram af ríkissáttasemjara þann 16. september. Atkvæðagreiðsla um tillöguna er nú hafin og stendur til kl 12, föstudaginn 19. september. Félagsmenn smellið hér til að komast á kjörseðilinn. Lesa meira

16.9.2008 : Hærri styrkir frá Starfsmenntunarsjóði BHM

starStjórn Starfsmenntunarsjóðs BHM ákvað á síðasta fundi sínum að hækka styrki úr sjóðnum um 25% fyrir verkefni sem hefjast frá 1. janúar 2009. Hámarksstyrkur var áður 60.000 kr en verður nú 75.000 kr. Allar upplýsingar um úthlutunarreglur og styrkveitingar er að finna hér á vefnum.

11.9.2008 : Gallerí BHM tekur til starfa

svipirSú nýbreytni er nú tekin upp hjá BHM og aðildarfélögum að bjóða listamönnum afnot af húsnæðinu í Borgartúni 6 til myndlistarsýninga. Ráðgert er að þrír til fjórir listamenn geti sýnt á hverju ári. Það er Sigríður Júlía Bjarnadóttir sem ríður á vaðið með sýningunni "Svipir" sem opnar föstudaginn 12. september kl. 15 og stendur til áramóta. Sigríður sýnir 13 verk sem unnin eru með bleki á pappír. Félagsmenn aðildarfélaga eru velkomnir á opnun sýningarinnar föstudaginn 12. september kl. 15-17. Lesa meira

11.9.2008 : Fjárhagslegur stuðningur til ljósmæðra

Þroskaþjálfafélag Íslands hefur ákveðið að styrkja kjarabaráttu Ljósmæðrafélags Íslands um 100.000 kr. Að sögn Salóme A. Þórisdóttur, formanns ÞÍ, er stutt síðan þroskaþjálfar stóðu í álíka baráttu um sín kjör og því mikill skilningur á fjárþörfinni sem skapast við þær aðstæður. "Ljósmæðrum hefur á undanförnum vikum borist stuðningsyfirlýsingar víða að. Baráttunni er ekki lokið og við vitum að í þessa vinnu þarf beinharða peninga." segir Salóme.

10.9.2008 : Fyrirlestur Þórólfs Árnasonar frá 3. sept

madurkonaUm 50 manns mættu á fyrirlestur Þórólfs Árnasonar, forstjóra Skýrr, í fyrirlestrarsal BHM þann 3. september sl. Ekki furða því yfirskriftin var "Jafnrétti kynjanna til launa og starfsframa". Þórólfur útskýrði fyrir fundarmönnum að jafnrétti væri góður "bissness". Þeir sem ekki komust á fyrirlesturinn geta nálgast kynninguna hér.

10.9.2008 : Ljósmæðrum berst stuðningur víða að

babyTilkynning frá Huggarðsfélögum: "Stéttarfélög innan Huggarðs lýsa yfir stuðningi við kjarabaráttu ljósmæðra og mælast til að samið verði við þær sem fyrst." Félögin eru: Félag íslenskra félagsvísindamanna, Kjarafélag viðskiptafræðinga- og hagfræðinga, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, Stéttarfélag lögfræðinga og Fræðagarður.
Fjölmörg önnur félög hafa sent frá sér stuðningsyfirlýsingar við málstað ljósmæðra þar á meðal Félag íslenskra náttúrufræðinga og Þroskaþjálfafélag Íslands.

Lesa meira

Fréttir