Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir: október 2008

31.10.2008 : Nýtt á síðunni - upplýsingar vegna breytinga á fjármálamarkaði

Hér er að finna gagnlegt safn upplýsinga sem félagsmenn geta nýtt sér vegna breytinga á fjármála- og atvinnumarkaði. Við bendum á að stéttarfélögin sem eiga aðild að BHM veita einstaklingum þjónustu og stuðning. Upplýsingar um aðildarfélög BHM er að finna undir flipanum "Aðildarfélög" hér að ofan. BHM styður svo við starfsfólk og forystufólk aðildarfélaganna nú sem endranær.

johanna

31.10.2008 : Ríkisstjórnin samþykkir frumvarp um aðgerðir gegn atvinnuleysi

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra um sérstakar aðgerðir til þess að sporna við atvinnuleysi.

Í því felst meðal annars að skerðing atvinnuleysisbóta vegna hlutastarfs verður felld niður og þá verður tímabilið sem tekjutengdar atvinnuleysisbætur nær yfir lengt hlutfallslega þegar launafólk sækir um atvinnuleysisibætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli

Lesa meira
balloon-1b

24.10.2008 : Velkomin á nýja vefinn

Endurbættur vefur BHM er nú kominn í loftið. Markmið með endurbótunum er að bæta þjónustu og upplýsingagjöf til aðildarfélaga og félagsmanna þeirra. Við viljum biðja notendur vefsins að sýna þolinmæði næstu daga á meðan við vinnum að því að fínpússa alla þætti hans. Ábendingar eru líka vel þegnar og má senda á bhm@bhm.is

23.10.2008 : BHM fagnar yfirlýsingu rektora

Rektorar íslenskra háskóla hafa stofnað til samráðs um hvernig skólarnir geti brugðist við þeim breyttu aðstæðum sem nú hafa skapast í efnahagslífi þjóðarinnar. Vilja þeir, að menntun verði sett í forgang og hlúð að nýsköpun sem forsendu til frekari framþróunar.

Lesa meira

15.10.2008 : Miðstjórn ályktar um stýrivaxtalækkun

Fundur miðstjórnar BHM miðvikudaginn 15. október 2008

Lesa meira

15.10.2008 : Um meðferð einstaklingsmála hjá BHM

fani_a_bordiStjórnarmenn aðildarfélaga og starfsmenn í umboði þeirra geta óskað eftir aðstoð starfsmanna BHM í launa – og réttindamálum félagsmanna. Að gefnu tilefni vekjum við athygli á reglum um meðferð mála sem upp kunna að koma. Smellið hér til að nálgast reglurnar.

9.10.2008 : Neyðarlög - samantekt

altingiÞann 6. október sl. voru samþykkt á Alþingi lög 125/2008 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl. Fela þessi lög það í sér m.a að við sérstakar og mjög óvenjulegar aðstæður á fjármálamarkaði er fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs heimilt að reiða fram fjármagn til að stofna nýtt fjármálafyrirtæki eða yfirtaka fjármálafyrirtæki eða þrotabú þess í heild eða að hluta. Þessum heimildum hefur þegar verið beitt eins og alþjóð veit.

Lesa meira

6.10.2008 : Fræðsla í október

autumn-colorsÍ október býður BHM félagsmönnum aðildarfélaga upp á áframhaldandi vandað fræðsluefni. Þema októbermánaðar er "Samskipti og einelti á vinnustöðum". Námskeið mánaðarins verður haldið mánudaginn 13. október, kl. 12-16, og er opið öllum félagsmönnum. Lesa meira

Fréttir